90 – SSV stjórn
F U N D A R G E R Ð
Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV mánudaginn
25. júní 2012 kl. 13:00 í Leifsbúð í Dalabyggð.
Mættir voru: Sveinn Kristinsson, Kristjana Hermannsdóttir, Hallfreður Vilhjálmsson, Bjarki Þorsteinsson, Sigurborg Kr. Hannesdóttir. Einar Brandsson sat fundinn í forföllum Gunnars Sigurðssonar og Jóhannes Stefánsson sat fundinn í forföllum Sigríðar Bjarnadóttur. Áheyrnarfulltrúi: Halla Steinólfsdóttir.
Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, og Ólafur Sveinsson, forstöðumaður atvinnuráðgjafar.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár sem er eftirfarandi:
1. Fundargerð síðasta fundar.
2. IPA mál.
3. Málefni fatlaðra
4. Aðalfundur
5. Markaðsstofa Vesturlands.
6. Sóknaráætlun
7. Sumarfundur landshlutasamtakanna.
8. Fundargerðir.
9. Önnur mál.
1. Fundargerð síðasta fundar.
Samþykkt með þeim breytingum að fá undirritaða staðfestingu enduskoðanda á lögmæti láns Sorpurðunar Vesturlands hf. til SSV vegna húsnæðiskaupa.
2. IPA mál.
Rætt um framkomnar hugmyndir IPA-umsóknar ráðgjafa. Ólafur fór yfir vinnu við matarkistuverkefnið. Rætt um óskir Snæfellinga en óskað hefur verið eftir fundi með starfsmönnum SSV og ráðgjafa IPS umsóknar, Önnu Margréti Guðjónsdóttur um rökstuðning fyrir verkefnavali.
3. Málefni fatlaðra
a. Fundargerð dags. 3. og 21 maí 2012.
Staðfestar.
b. Erindisbréf starfshóps.
Farið yfir drög að erindisbréfi starfshóps, samþykkt með lítilsháttar breytingum.
4. Aðalfundur
Rætt um þema aðalfundar. Nefnt var sóknaráætlun og stefnumörkun. Stefna stjórnvalda um eflingu sveitfélaganna og verkefni sem þeim er ætlað að taka við, umfram það sem nú þegar er orðið. Varðandi fyrirkomulag fundarins var rædd aðferðafræði til að koma á virku samtali milli sveitarstjórnarfólks á Vesturlandi á aðalfundinum, t.d. þemaborðum. Ræða þarf skipulag, verkefni og valdsvið SSV, var síðasti landsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga nefndur í því sambandi.
Senda erindi til sveitarfélaganna, að þau ræði þessi mál á sínum vettvangi og komi undirbúin til aðalfundar.
5. Markaðsstofa Vesturlands. (MV)
a. Ársreikningur 2011
Ólafur Sveinsson, fulltrúi SSV í stjórn MV, fór yfir ársreikning félagsins fyrir árið 2011 en rekstrartap er á starfseminni upp á 1.684 þús kr. Hann fór einnig yfir starfsemi MV á yfirstandandi ári og lagði fram gögn sem sýna markaðsvinnu fyrir landshlutann. Rætt um framlag SSV til Markaðsstofunnar og bent á að geta ýmissa sveitarfélaga á Vesturlandi til að auka framlög sín er ekki fyrir hendi. Flutningur Markaðsstofunnar inn í húsnæði Hyrnutorgs var kostnaðarsamur. Ólafur taldi æskilegt að halda áfram á þeirri braut sem hefur verið mörkuð.
6. Sóknaráætlun
a. Fundargerðir stýrinets lagðar fram frá dags. 19.03, 16.04, 30.04,14.05 og 24.05 2012.
Lagðar fram.
b. – Austurbrú .
Rætt um stofnun ,,Austurbrú“ á Austurlandi.
c. Sóknaráætlanir landshluta,(SL) næstu skref.
Lagt fram minnisblað frá samráðsfundi stýrinets og landshlutasamtaka frá 24. maí 2012 en Hólmfríður Sveinsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri sl. Markmið sóknaráætlana landshluta er:
Efling sveitarstjórnarstigsins / valddreifing
Bæta og einfalda samskipti ríkis og sveitarfélaga
Auka samráð innan Stjórnarráðsins (milli ráðuneyta)
Nýtt verklag, einfaldari og skilvirkari stjórnsýsla.
Landshlutasamtökum sveitarfélaga er ætlað að hafa forystu um gerð sóknaráætlana og hafa náið samráð við hagsmunaaðila. Drög skulu liggja fyrir í desember 2012 og er áætlað að taka undir eitt ár til að byrja með. Sóknaráætlun skal vera raunhæf stefnumótun og tæki landshlutanna til að eflast og ná settum markmiðum.
7. Sumarfundur landshlutasamtakanna.
a. Erindi fjárlaganefndar.
Formaður og framkvæmdastjóri fóru yfir sumarfund formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna sem haldinn var á Suðurlandi 14. júní sl.
Varaformaður fjárlaganefndar, Kristján Þór Júlíusson, kom á fundinn og kynnti áherslubreytingar nefndarinnar við fjárlagagerðina. Fjárlaganefnd hefur rætt við forsvarsaðila lhs að þau taki að sér úrvinnslu og samræmingu á óskum sveitarfélaga. Tíðkast hefur að funda með sveitarfélögum um frumvarp til fjárlaga og áherslur sveitarfélaga því tengdar. Fjárlög verða lögð fram anna þriðjudag í september þetta árið og því stuttur tími til stefnu í umræddri vinnu og var því komið á framfæri við Kristján Þór.
Samþykkt að bjóða fjárlaganefndinni í heimsókn til Vesturlands og skaffa aðstöðu þar sem nefndin getur tekið á móti fulltrúum sveitarfélaganna. Stjórn SSV lýsir áhyggjum sínum yfir stuttum fyrirvara.
8. Fundargerðir.
a. Menningarráð 25. apríl 2012.
b. Sorpurðun Vesturlands hf. 11. júní 2012.
c. SASS 4. júní 2012.
d. Almenningssamgöngur 14.03 og 23.05 2012.
Lagðar fram.
Ólafur gerði grein fyrir verkefni almenningssamgangna. Hafin er vinna við útfærslu verkefnisins. Farið verður af stað með nýtt fyrirkomulag 1. september n.k.. Vinnan mun halda áfram við að efla kerfið með því t.d. að samþætta almenningssamgöngur skólaakstri.
9. Önnur mál.
a. Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvarinnar 31. maí kl. 13:30.
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir aðalfundi Símenntunarmiðstöðvarinnar. Ársreikningur, ársskýrsla og starfsáætlun 2012 lagt fram.
b. Refa- og minkaveiðar. (Bjarki Þorsteinsson)
Bjarki Þorsteinsson lagði fram tillögu að bókun varðandi minka- og refaveiðar.
Stjórn SSV samþykkir að láta fara fram skoðun á verklagi á refa- og minkaveiðum á starfssvæði sínu, þróun í fjárveitingum sveitarfélaga á starfssvæðinu og umfang veiða undanfarin ár. Auk þess verði óskað upplýsinga frá Náttúrustofu Vesturlands varðandi þær rannsóknir og úttektir sem til eru hjá þeirri stofnun er snerta málaflokkinn.
Undanfarið hefur verið mikil umræða um eyðingu á ref og mink á landinu. Umhverfisráðuneytið hefur látið hafa eftir sér að ekki sé ástæða til að aðhafast nokkuð í því að eyða ref og mink, ekki hafi orðið vart við að aukning hafi orðið í stofninum. Þrátt fyrir þessi orð fulltrúa Umhverfisráðuneytisins hafa ýmsir aðilar á Vesturlandi bent á að mikil aukning hafi orðið á ref og jafnvel mink að undanförnu og má benda á nýlega áskorun Búnaðarsamtaka Vesturlands í því samhengi.
c. EFTA vettvangur sveitarfélaganna.
Formaður sagði frá fundi EFTA vettvangs á Ísafirði dagana 21. og 22. júní sl.
d. Undirbúningur að gerð framkvæmdaáætlunar fyrir Byggðaþróunarsjóð ESB.
Framkvæmdastjóri sagði frá vinnu við undirbúning að gerð framkvæmdaáætlunar (Operational Programme/OP) fyrir Byggðaþróunarsjóð ESB (Regional Development Fund/ERDF). Iðnaðarráðuneytið mun leiða þennan undirbúning. Fulltrúar landshlutasamtakanna eiga aðild að þessari vinnu og hafa verið beðin um að skila inn SWOT greiningu fyrir sína landshluta.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:20.
Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.