89 – SSV stjórn

admin

89 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð

Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV þriðjudaginn 

21. ágúst 2012 kl. 16:00 á Hótel Hamri.

 

Mætt voru: Sveinn Kristinsson, Kristjana Hermannsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Sigríður Bjarnadóttir, Hallfreður Vilhjálmsson og Sigurborg Kr. Hannesdóttir. Áheyrnarfulltrúi, Halla Steinólfsdóttir, boðaði forföll. Einnig sátu fundinn Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir, SSV.

Formaður gekk til fundar og bauð fundarmenn velkomna:

 

1.           Fundargerð síðasta fundar.

a.    25. júní 2012.

Samþykkt.

 

2.           Undirbúningur aðalfundar.

a.    Dagskrá fundarins

Rætt um dagskrá aðalfundar, efnistök og umræðu um sóknaráætlun. Rætt um fyrirkomulag hópavinnu í tengslum við vinnu að framtíðarsýn.

b.   Árshlutauppgjör og vinna við fjárhagsáætlun

Lagt fram uppgjör frá 1.1. til 31.07.2012. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir rekstri.

 

Formaður fór yfir tillögur að árgjaldi til SSV og Markaðsstofunnar m.t.t. fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2013.  Hugmyndir ganga út frá hækkun pr. íbúa til Markaðsstofunnar úr 162 kr. í 250 kr. Tillaga um hækkun SSV úr 718 kr. í 750 kr.  Þetta gera 1.000 kr. í heildina.  55% hækkun til Markaðsstofunnar en 4% til SSV. Rætt um rekstur Markaðsstofunnar, framlög atvinnulífsins til rekstrarins o.fl.

Rætt um stöðu SSV og rekstur samtakanna. Samþykkt að leggja tillögurnar óbreyttar fram á aðalfundi og aðgreina SSV frá Markaðsstofunni í umræðunni um hækkun framlaga.

 

3.           Sóknaráætlun

a.   Samþætting stoðkerfisins, sóknaráætlun og aukið hlutverk landshlutasamtaka.

Formaður gerði grein fyrir fundi sem hann og starfsmenn SSV áttu 20. ágúst sl. með Hermanni Sæmundssyni, Innanríkisráðuneyti (IRR), og Héðni Unnsteinssyni, Forsætisráðuneyti.  Rætt var um væntanlegt fyrirkomulag vinnu að sóknaráætlun og hverjar hugmyndir stýrinets ráðuneytanna eru varðandi aukið hlutverk landshlutasamtakanna.

 

 

Á síðasta stjórnarfundi var samþykkt að skoða aðrar leiðir í fundaformi á aðalfundi en almennt hefur verið.  Ildi, Sigurborg Hannesdóttir, hefur verið fengin til að setja fram hugmyndir að þeirri vinnu en hún er sérfræðingur í verkefnum sem þessum.

Sigurborg fór yfir hugmyndir að hópstarfi á aðalfundi og lagði fram samantekt sem orðið hefur til í samstarfi við starfsmenn SSV.  Markmið þeirrar vinnu er að kalla eftir sjónarmiðum lykilstjórnenda sveitarfélaganna, með öðrum hætti en hefðbundið fundaform býður upp á. Hún fór yfir fyrirkomulag fundarins og efnistök.

 

Sigurborg Kr. Hannesdóttir er fulltrúi í stjórn SSV og telst því tengdur aðili þar sem hún á og rekur fyrirtækið Ildi.  Lagt var fyrir fundinn tilboð frá Ildi sem hljóðar upp á allt að kr. 537.600.  Samþykkt að taka tilboði frá Ildi.  Sigurborg verður því ekki fulltrúi á aðalfundi SSV f.h. Grundarfjarðarbæjar.  Hún mun sjá um allan undirbúning og fyrirkomulag vinnunnar á fundinum.  Mennta hópstjóra og vinna úr niðurstöðum fundarins.

.

Sigurborg vék af fundi.  Stjórn ræddi hugmyndir og tilboð Ildis.  Fundarmenn voru allir sammála um að hugmyndir að framkvæmd verkefnisins væru vel fram settar og samþykktu að ganga til samninga við Ildi.  Fram komu áhyggjur af tímapressu á föstudeginum.

Samgöngunefnd SSV mun vinna drög að tillögum til aðalfundar og munu þær verða lagðar inn í þessa vinnu.

 

b.   Vinna að verkefnum sem úthlutað var fjármunum til í Sóknaráætlun árið 2011.

Ólafur gerði grein fyrir verkefnunum. Efling sveitarstjórnarstigsins og efling fjarskipta.   

Ólafur gerði einnig grein fyrir stöðu mála innan almenningssamgangna.

 

4.           Ferðamálasamtök Vesturlands

Lagður fram ársreikningur Ferðamálsamtaka Vesturlands fyrir árið 2011 auk fundargerðar frá aðalfundi FV frá 31. maí 2012 og texta úr ársskýrslu Ferðamálasamtaka Íslands.

Rætt um FV.  Eftirfarandi tillaga lögð fram:

 

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi samþykkir að kosning til stjórnar Ferðamálasamtaka Vesturlands verði ekki á aðalfundi í ár, eins og verið hefur.  Framvegis verði tilnefndur fulltrúi til stjórnar FV af stjórn SSV, eins og til annarra stjórna og nefnda sem starfa á vegum SSV.

Samþykkt.

 

5.           Málefni fatlaðra

a.    Fundargerð dags. 20. júní  2012.

b.   Störf starfshóps, fundarg. 12.07.2012

Staðfest fundargerð.

 

 

6.           Fundargerðir.

a.    Menningarráð 25.06.2012.

b.   Sorpurðun Vesturlands hf. 12. júlí 2012.

c.    Eyþing 6. júní.

Rætt um fundargerð menningarráðs og ráðningu menningarfulltrúa í 100% starf.

Hrefna gerði grein fyrir starfi Sorpurðunar m.t.t. endurnýjunar stafseyfis.

 

7.           Önnur mál.

a.    Stofnun reiknings.

Stjórnarmenn samþykkja stofnun með undirskrift.

 

Stofnaður gjaldeyrisreikningur í nafni SSV vegna kröfu Leonardo sjóðsins en erlent verkefni er komið á.

 

b.   Byggðastefna Evrópusambandsins

Formaður gerði grein fyrir verkefni á vegum Utanríkisráðuneytisins.  Til boða stendur að fara til Finnlands og kynna sér byggðastefnu innan Evrópusambandsríki.  Ákveðið hefur verið að í ferðina fari Ólafur Sveinsson, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Akranesi, og Halla Steinólfsdóttir, Dalabyggð.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.