68 – Sorpurðun Vesturlands

admin

68 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð

 Sorpurðunar Vesturlands hf.

 

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands,  haldinn  á Hótel Hamri við Borgarnes, mánudaginn 13. febrúar 2012 kl. 16:00.

 

Mætt voru: Kristinn Jónasson, formaður, (KJ) Bergur Þorgeirsson, (BÞ), Gyða Steinsdóttir, (GS), Þröstur Ólafsson, (ÞÓ), Magnús Freyr Ólafsson, (MFÓ), Sveinn Pálsson, (SV), og Friðrik Aspelund, (FA). Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, (HBJ), framkvæmdastjóri, sem einnig ritaði fundargerð

 

Formaður, setti fund, bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.

 

1.   Fundargerð síðasta fundar. 16. des 2011.

Samþykkt.

 

2.   Fjárhagsáætlun

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 lögð fram.  Gert er ráð fyrir 8500 tonnum til urðunar.  Reiknað er með 55.925.000 kr tekjum.  Gjöld, fyrir fjármagnsliði, 57,893.416 kr.   Tap fyrir fjármagnsliði 2.867.416 kr. Athugasemdir við fjárhagsáætlun er óvissa um kostnað við rannsóknir v/botnþéttingar og metangass.  Samþykkt samhjóða með smávægilegum breytingum.

 

3.    Ársreikningur.

Ársreikningur ársins 2011 lagður fram.  Tekjur ársins kr.60.604.565. Rekstrargjöld 42.841.305 kr.  Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði 17.763.260 kr.  Fjármunagjöld 470.026 kr.  Hagnaður ársins eftir tekjuskatt kr. 13.831.007.  Eigið fé og skuldir samtals kr. 101.769.308, þar af langtímaskuldir upp á 15,6 milljónir sem er skuld við Lánasjóð sveitarfélaga.  Handbært fé í árslok 49,3 millj. kr.

Framkvæmdastjóra falið að skoða uppgreiðslu langtímalána.

Stjórn leggur til við aðalfund að greiddur verði út 15% arður.

Ársreikningur samþykktur samhljóða.

 

4.   Grænt bókhald

Lagt fram grænt bókhald ársins 2011.  Urðað magn úrgangs voru 9.698 tonn, þar af 233 tonn sláturúrgangur.  Í grænu bókhaldi er farið yfir starfsleyfi, þróun magns sem urðað hefur verið frá upphafi, framkvæmdir við urðunarrein nr. 4, vinnu við rannsóknir v/botnþéttingar, stöðu metangassmála o.fl.  Grænt bókhald inniheldur einnig úrdrátt úr umhverfisvöktunarskýrslu Stefáns Gíslasonar, UMÍS.

Rætt um gildi í mælingum o.fl.

Samþykkt samhljóða.

 

5.   Metangas.  Staða verkefnis.

a.    Erindi SV til Umhverfisráðuneytisins 7.10.2011

b.    Erindi UST til SV 18.10.2011

c.    Erindi til UST  des 2011

d.    Erindi til UST jan 2012

Samskipti í tölvupósti við Gunnlaugu í UST – milli des og jan erinda.

 

Þann 29. nóvember sl. komu sérfræðingar í metangasmálum í heimsókn í Fíflholt.  Um er að ræða fulltrúa EU sem fengnir voru hingað í gegnum TAIX verkefni, en það var Lúðvík Gústafsson, verkefnisstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem hafði frumkvæði að því að fá þá hingað til lands.  Um er að ræða menn sem hafa yfirburða þekkingu á söfnun metangass í sorphaugum.  Sjá fundargerð frá Verkefnisstjórn Sambandsins en þeir funduðu með nefndinni  2. des.

http://www.samband.is/media/fundargerdir-verkefnisstjornar/Fundargerd-21—–2.-desember-2011.pdf

 

Farið yfir stöðu mála.  Erindi var sent 19. des. 2011 þar sem óskað er eftir því að aðgerðaráætlun v/rannsókna og uppsetningu búnaðar til söfnunar metansgass verði dregin til baka.  Ósk SV byggir á heimsókn sérfræðinganna sem töldu að búnaður til að safna metangasi, við aðstæður, sbr. Fíflholt, sé ekki til.  Uppsetning söfnunarkerfis myndi því ekki skila tilskyldum umhverfisávinningi.

 

Viðbrögð erindisins til umhverfisráðuneytisins (samrit á UST) voru metin á þá leið að annað erindi var sent dags. 26. janúar 2012.  Lúðvík Gústafsson, verkefnisstjóri hjá Sambandinu, er ráðgjafi SV í samskiptum við ráðuneytið.  Auk þess kemur Guðjón Bragason, lögfræðingur Sambandsins að málinu. 

Svar við erindinu hefur ekki borist.

Rætt um skynsamar og raunhæfar lausnir.  Fundarmenn sammála um að standa saman um að vinna að lausnum sem skila árangri.

 

6.   Samráðsnefnd

Formaður og framkvæmdastjóri gerðu grein fyrir fundi samráðsnefndar sorpsamlaganna á SV-horninu 24. jan. sl.

 

Teitur Gunnarsson, verkfræðingur hjá Mannviti, kynnti samantekt sína á talnaefni um magn úrgangs á árinu 2010.  Landshlutarnir tóku saman magn úrgangs sem unnið var úr fyrir svæðið í heild. Bornar voru saman magntölur fyrir árin 2002, 2006 og 2010.  Samkvæmt samantektinni hefur úrgangur pr. mann minnkað um 32% á þessu tímabili. 

Borin var saman spá um þróun á magni lífræns úrgangs til urðunar og markmið landsáætlunar.  Var þetta sérstaklega skoðað m.t.t. ákvæða um minnkandi lífrænan úrgang til urðunar.  Þróun SV-hornsins er talsvert yfir markmiðum landsáætlunar sem er af hinu góða.

 

7.   Botnþétting í Fíflholtum – Ómar Bjarki.

Ómar Bjarki Smárason vinnur að rannsóknum. Gunnar Svavarsson, EFLU, verkfræðistofu, hefur verið fenginn til að vinna áhættumat fyrir urðunarstaðinn.  Áhættumat verður að liggja fyrir við endurnýjun starfsleyfis.

  

8.   Hagsmunagæsla í úrgangsmálum.

a.    Fundargerð frá  26. janúar. 

Lögð fram

 

9.   Önnur mál.

a.    Neyðaráætlun fyrir urðunarstaðinn í Stekkjarvík.

Gerður hefur verið samningur á milli Norðurár bs., sem rekur urðunarstaðinn í Stekkjrarvík v/Blönduós, og Sorpurðunar Vesturlands.  Það er krafa Umhverfisstofnunar að neyðaráætlun sé til staðar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.

Fundarritari.  Hrefna B. Jónsdóttir.