104 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

104 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
 

FUNDARGERÐ 104. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

Mánudaginn 16. janúar 2012 kl: 16:00 var haldinn símafundur í  Heilbrigðisnefnd Vesturlands. (HeV)
 
Á fundinum voru:
Jón Pálmi Pálsson, formaður
Eyþór Garðarsson
Dagbjartur Arilíusson
Trausti Gylfason
Sigrún Guðmundsdóttir
Rún Halldórsdóttir
Ragnhildur Sigurðardóttir
Auk þeirra Helgi Helgason framkvæmdastjóri og  Ása Hólmarsdóttir sem ritaði fundargerð.
 
Formaður setti fundinn og bauð nefndarmenn velkomna að símtækjunum.
 
Dagskrá.
 

  1. Stjórnsýslukæra vegna starfsleyfis Félagsbúsins á Miðhrauni II.

Framkvæmdastjóri fór yfir stjórnsýslukæru sem barst frá lögmannstofu f.h nokkurra aðila vegna útgefins starfsleyfis frá 3. nóv´11 fyrir Félagsbúið að Miðhrauni II.
Nefndin samþykkir framlagða umsögn  vegna málsins sem send verður  Umhverfisráðuneyti.
 

  1. Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um  að ekki skuli fara fram mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar natríumklóratverksmiðju á Grundartanga.

Framkvæmdastjóri fór yfir kæru sem barst frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að að fyrirhuguð natríumklóratverksmiðja Kemira hf á Grundartanga þurfi ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum. Heilbrigðiseftirlitið  sendi umsögn til Skipulagsstofnunar vegna málsins í júlí s.l og vísar í þá umsögn  vegna kærunnar.
Nefndin samþykkir framlagða umsögn  vegna málsins sem send verður  Umhverfisráðuneyti.
 

  1. Bréf Umhverfisráðuneytis (5.01´12) vegna stjórnsýslukæra starfsleyfis Stjörnugríss, frá júlí 2011, þar sem óskað er eftir frekari gögnum.

Framkvæmdastjóri kynnti málavöxtu vegna útgefins starfsleyfis Stjörnugríss frá júní 2011 og stjórnsýslukæra frá Hvalfjarðarsveit og Solveigu K. Jónsdóttur og fl., sem lagðar voru fram í júlí 2011 til Umhverfisráðuneytis.  Ráðuneytið óskar eftir viðbótargögnum vegna kæranna í bréfi til HeV dagsett 5. janúar 2012, þ.á.m gögn sem send  voru til ráðuneytis síðastliðið haust.
Nefndin samþykkir framlagða umsögn vegna málsins  sem send verður Umhverfisráðuneyti en undrast jafnframt seinagang málsins hjá ráðuneytinu þar sem liðnir eru 6 mánuðir frá því starfsleyfið var kært.
 

  1.  Bréf frá SSV, dagsett 6. desember 2011, til Umhverfisráðuneytis um verkefnaflutning frá UST til HeV.

Formaður fór yfir bréf sem stjórn SSV (Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi) sendi Umhverfisráðuneyti í síðasta mánuði vegna mögulegs flutnings verkefna frá Umhverfisstofnun (UST) til HeV. Jafnframt greindi hann frá ítrekuðum óskum HeV á síðustu árum um viðræður við ráðuneytið um yfirtöku eftirlitsverkefna.
Framlagt.
Nefndin fagnar framlögðu bréfi stjórnar SSV og vonast eftir jákvæðum viðbrögðum ráðuneytis vegna verkefnaflutnings til HeV.
 

  1. Bréf frá SSV, dagsett 21. nóvember 2011,  til Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis um verkefnaflutning frá MAST til HeV.

Formaður  fór yfir bréf sem stjórn SSV sendi Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti í nóvember s.l vegna óska um framsals eftirlits frá Matvælastofnun (MAST) til HeV.
Framlagt.
Nefndin fagnar framlögðu bréfi stjórnar SSV og vonast eftir jákvæðum viðbrögðum ráðuneytis vegna verkefnaflutnings til HeV.
 

  1. Starfsleyfi frá síðasta fundi.

–          Guðmundur Runólfsson hf. , Grundarfirði- fiskvinnsla. Endurnýjað leyfi.
–          Fiskiðjan Bylgja hf., Ólafsvík – fiskvinnsla. Endurnýjað leyfi.
–          Þ.M. Kalast. – Vatnból í landi Saurbæjar.- Nýtt leyfi.
–          Þórsnes ehf. Stykkishólmi – fiskvinnsla. Endurnýjað leyfi.
–          Hjálmar ehf./Tangi  Grundarfirði, – fiskvinnsla. Nýtt leyfi.
–          Vatnsból Snæfellsbæjar Fossdal.- Nýtt leyfi
–          Vegagerðin, starfsmannabúðir við Reykjadalsá í Borgarfirði.- Tímabundið leyfi frá febrúar til júlí 2012.
Heilbrigðisnefnd  staðfestir ofangreindar afgreiðslur
–          Akraborg ehf., Akranesi. Endurskoðað og breytt leyfi. 
Heilbrigðisnefnd samþykkir  leyfið   en með fyrirvara um samþykki  skipulagsyfirvalda á Akranesi.
 

  1. Undanþága vegna aldurs til sölu á tóbaki.

–          Samkaup Strax Bifröst- 1 ungmenni á 17. ári.
–          Samkaup Hyrnan Borgarnes – 2 ungmenni á 18. ári
–          Samkaup Úrval Grundarfirði –  2 ungmenni á 17. ári og 1 ungmenni á 18. ári
 
Heilbrigðisnefnd staðfestir undanþágurnar
 
 

  1.  Önnur mál

Fráveitur á Vesturlandi-  Svar OR vegna Akraness.
Bréf frá OR til Akraneskaupsstaðar, dagsett 28.11´11, vegna fyrirspurnar HeV um fráveitumál á Vesturlandi, frá 101. fundi nefndarinnar (31.okt´11) þar sem óskað var eftir upplýsingum frá sveitarstjórnum á Vesturlandi um aðgerðaráætlun vegna úrbóta í fráveitumálum.  Aðeins hafa borist svör frá Akranesi.
Framlagt.
Heilbrigðisnefndin ítrekar óskir sínar um upplýsingar frá öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi sem reka fráveitur.
 
–          Samþykkt um meðhöndlun úrgangs hjá Stykkishólmsbæ.
Framkvæmdastjóri kynnti samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Stykkishólmi, sem barst frá Umhverfisráðuneyti þann 11.janúar ´12.
Framlagt til kynningar.
 
–          Iðnaðarsalt í matvælum.
Framkvæmdastjóri fór yfir  umræðu um iðnaðarsalt í matvælum  sem verið hefur í fréttum síðustu daga. 
 
–          Ársreikningur 2011.
Stefnt er að því  leggja fram ársreikning HeV 2011 á næsta fundi nefndarinnar.
 
 
Fundi slitið kl:  16: 35