73 – SSV stjórn

admin

73 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð


Stjórnarfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi


Stjórnarfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi haldinn í bæjarþingsalnum á Akranesi þriðjudaginn 8. desember 2009 kl. 10.


Mætt voru: Páll Brynjarsson, Jenný Lind Egilsdóttir, Eydís Aðalbjörnsdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir, Þorgrímur Guðbjartsson, Kristjana Hermannsdóttir og Erla Friðriksdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Ása Helgadóttir. Einnig sátu fundinn Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir.


Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

      1. Vaxtarsamningur

      2. Byggðaáætlun

      3. Sóknaráætlun

      4. Málefni fatlaðra

      5. Umsagnir þingmála.

      6. Fundargerðir

      7. Önnur mál.

1. Vaxtarsamningur.

Lögð fram drög að Vaxtarsamningi á milli Iðnaðarráðuneytis og SSV fyrir tímabilið 2010 – 2014.

Samningurinn hefur fengið umfjöllun í vinnuhópi sem hefur haft það hlutverk að meta áherslur svæðissins fyrir nýjan samning.


2. Byggðaáætlun

Fyrir liggur tillaga til þingsályktunar um Stefnumótandi byggðaáætlun – Sóknaráætlun í atvinnumálum.


3. Sóknaráætlun

Gerð grein fyrir vinnu að sóknaráætlun. Lagt fram efni sem sent var frá SSV til ráðgjafa verkefnisins.


4. Málefni fatlaðra

Ása Helgadóttir gerði grein fyrir stöðu starfshóps um flutning málefna fatlaðra til sveitarfélaganna. Unnið er að stöðumati fyrir Vesturland og eru félagsþjónustur sveitarfélaganna að vinna sína kafla inn í skýrsluna.


5. Umsagnir þingmála

  • frumvarp til laga um kosningar til Elþingis (persónukjör), 102 mál.

  • Frumvarp til laga um friðlýsingu Skjálfandafljóts, 44 mál.

  • Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa) 15. mál.

  • Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál, með síðari breytingum, 137 mál.

  • Frumvarp til laga um dómstóla (sameiningu héraðsdómstóla) 100 mál.

  • Frumvarp til laga um kolvetnisstarfsemi (breyting ýmissa laga), 152 mál.

  • Frumvarp til laga um tekjuskatt o.fl. (landið eitt skattumdæmi o.fl.) 226 mál.

6. Fundargerðir

Símenntunarmiðstöðin 25.08.09

Sorpurðun Vesturlands hf. 23.10 og 25.11.09

Samráðsfundur sorpsamlaganna á suðvesturlandi 23.11.09

Starfshópur SSV um málefni fatlaðra 27.11.09

 

7. Önnur mál.

Ályktun stjórnar SSV varðandi Svæðisútvarp Vesturlands og Vestfjarða.

  1. Sent 18.11 09. Lagt fram

    b. Stofnun starfsendurhæfingar Vesturlands.

    Erindi Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands þar sem athygli stjórnar SSV er vakin á hugmynd um að stofna starfsendurhæfingu Vesturlands