85 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

85 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ

85.  FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

Miðvikudaginn 13.05.2009 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar að Hótel Búðum Staðarsveit og hófst fundur kl. 13.00.
 
Mætt voru:
Finnbogi Rögnvaldsson
Rósa Guðmundsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Gísli S. Einarsson
Ragnhildur Sigurðardóttir
 
Ása Hólmarsdóttir, sem ritaði fundargerð
Helgi Helgason
 
 
1.     Greint frá vorfundi UST og MAST á Dalvík 6.-7. maí s.l.
Framkv.stj. greindi frá vorfundi UST og MAST,  6.- 7.maí  s.l á Dalvík. Þar var meðal annars farið yfir  mögulegt framsal  verkefna frá UST til HES.  Aukin verkefni  til heilbrigðiseftirlits svæðanna eru krafa HeV.   Áréttað fyrra álit heilbrigðisnefndar Vesturlands um aukin verkefni t.d með stóriðju.  Framkv.stj. falið að  senda þau skilaboð til nýs ráðherra.  Matvælafrumvarpið fer væntanlega í 3.umræðu, á nýju þingi. (2 umræður áður). Umræður um frumvarpið t.d skoðunarstofur í fiskiðnaði, mikill kostnaður því fylgjandi að hafa skoðunarstofur í eftirliti. Einnig með eftirlit með mjólkurstöðum sem á að fara til MAST með nýju frumvarpi.  Það er byggðamál að halda þessum verkefnum í héraði.
Framkvæmdastjóra falið að koma  skoðun HeV til skila.
 
2.     Starfsmannamál
Formaður skýrði frá því  að búið væri að  undirrita (24.04.09) viljayfirlýsingu við Hvalfjarðarsveit um að HeV leigi  skrifstofuaðstöðu í nýju stjórnsýsluhúsi í  Melahverfi í Hvalfjarðarsveit. Formaður fór yfir aðdraganda málsins og stöðuna. 
Formanni og framkv.stj.  falið að gera drög að  leigusamningi, með fyrirvara um samþykki nefndarinnar. 
 
3.     Starfsleyfismál
Útgefin starfsleyfi frá síðasta fundi:  Rjómabúið á Erpsstöðum.  Þórishólmi-ígulker, leikskóli í Laugagerði.
Búið er að gera drög að starfsleyfi fyrir kjötvinnsluna fyrir Hval hf. á Akranesi.  En starfsleyfi fyrir mengunarþátt vinnslunnar  í Hvalfirði rennur út 2010. – Hvalur mun ekki fullþurrka mjöl. Spurning um að  nýta  þær afurðir í áburðargjöf.  UST með umsjón f. starfsleyfi fyrir aðra vinnslu.
 
 
 
4.     Önnur mál
Fundur hjá UST sem HH sótti vegna hreinsistöðvar OR á Vesturlandi. Fulltrúar frá OR sátu einnig fundinn.  Starfsleyfi fyrir  hreinsistöðvar á Varmalandi, Bifröst og Reykholti verða gefin út. 
Vatnsból.  Tveimur aðilum var sent bréf  eftir síðasta fund vegna vatnsbóla en hafa engu svarað.  Nefndin ákv. að veita þeim áminningu.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.40.