55 – Sorpurðun Vesturlands

admin

55 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð
 Sorpurðunar Vesturlands hf.

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands, haldinn  í húsnæði
Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni,  föstudaginn 8. mai kl. 13:15.

 

Mættir voru: Guðbrandur Brynjúlfsson, Bergur Þorgeirsson, Kristinn Jónasson, Sigríður Finsen, Arnheiður Hjörleifsdótti og Sigríður Gróa Kristjánsdóttir.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri sem einnig ritaði fundargerð.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Kosning formanns.
2. Erindi frá verkefnisstjórn um framtíðaráform í úrgangsmálum.
3. Endurskoðun starfsleyfis eða lokun urðunarstaðar.
4. Magntölur
5. Erindi slökkviliðsins.
6. Greinargerð um grenjavinnslu í Fíflholtum og nágr.
7. Áherslur Sambands íslenskra Sveitarfélaga í úrgangsmálum og kynningarfundur í Borgarnesi 4. mai sl..
8. Fundargerðir.
9. Önnur mál.
Að stjórnarfundi loknum verður haldið til Gámaþjónustunnar,
Berghellu 1 í Hafnarfirði.

 

 

Fundarsetning og kosning formanns.

Aldursforseti, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, setti fund, og bauð fundarmenn velkomna til fyrsta fundar eftir aðalfund.  Tillaga var gerð um að Guðbrandur Brynjúlfsson yrði formaður og var það samþykkt.  Varaformaður var tilnefndur Kristinn Jónasson, samþykkt.

 

Guðbrandur tók við stjórn fundar og var það hans fyrsta verk að bjóða  Arnheiði Hjörleifsdóttur, nýjan stjórnarmann, velkomna til starfa í stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf.
 
Erindi frá verkefnisstjórn um framtíðaráform í úrgangsmálum.
Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

Endurskoðun „Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs ”  er lokið og kynnti framkvæmdastjóri, Hrefna B. Jónsdóttir og fulltrúi í verkefnisstjórn, athugasemdir sem bárust við kynningu og svör verkefnisstjórnar við þeim. 

Lokadrög skýrslunnar voru lögð fram auk bréfs frá verkefnisstjórninni dagsett 25.3.2009.
Stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. samþykkir endurskoðaða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi 2009-2020 fyrir sitt leyti og leggur til að aðildarsveitarfélögin staðfesti hana.

Stjórn tekur fram að með staðfestingu áætlunarinnar felast engar skuldbindingar um framkvæmdir né framkvæmdartíma. Slíkar ákvarðanir verða teknar sérstaklega á hverjum tíma og áréttað að  móttöku-og umhleðslustöðvar í einstökum landshlutum verða áfram á hendi hvers svæðis fyrir sig.

 

Stjórn Sorpurðunar  þakkar verkefnisstjórninni sérstaklega fyrir vönduð og fagleg vinnubrögð og Ögmundi Einarssyni formanni verkefnisstjórnar eru þökkuð vel unnin störf.  Ögmundur Einarsson formaður verkefnisstjórnar lýkur starfsferli sínum  með starfi  í verkefnastjórninni 31.3.2009.

 

Endurskoðun starfsleyfis eða lokun urðunarstaðar.
Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar þar sem vakin er athygli á þeim kröfum sem gerðar verða til starfandi urðunarstaða hér á landi eftir 16. júlí 2009. Stjórn felur framkvæmdastjóra að leita eftir nýju tilboði í borun í urðunarreinar í Fíflholtum.
 
Magntölur
Framkvæmdastjóri kynnti nýhannað eyðublað sem sent hefur verið sveitarfélögunum.  Eyðublaðið byggir á formi Stykkishólmsbæjar en hefur verið lagað að aðstæðum sveitarfélaganna á Vesturlandi.  Eftir að erindi var sent til sveitarfélaganna varðandi bætta skráningu sorpmagns og sorptegunda var haldinn fundur þar sem fulltrúar sveitarfélaganna mættu og voru mjög jákvæðir fyrir því að standa að bætti upplýsingaöflun í málaflokknum. 

Lagðar voru fram magntölur sorps frá upphafi.   Fyrstu fjóra mánuði ársins hefur sorpmagn verið 2854 tonn sem er 167 tonnum minna en fyrstu fjóra mánuði ársins á undan.

 

Erindi slökkviliðsins
Kveikt hefur verið í gamla íbúðarhúsinu í Fíflholtum en Slökkvilið Borgarbyggðar nýttu sér þá framkvæmd til æfinga.  Borist hefur erindi frá Slökkviliði Borgarbyggðar um að halda jarðhæð íbúðarhússins í Fíflholtum til æfinga fyrir slökkviliðsmenn.  Framkvæmdastjóra og formanni falið að vinna að málinu.

 

Greinargerð um grenjavinnslu í Fíflholtum og nágrenni.
Lögð fram greinargerð um grenjavinnslu í Fíflholtum og nágrenni 1950 – 2009.  Umrædd greinargerð er unnin af grenjaskyttunum Snorra Jóhannssyni og Þóri Indriðasyni. 

 

Áherslur Sambands íslenskra sveitarfélaga í úrgangsmálum og kynningarfundur í Borgarnesi 4. mai sl.
Lagðar fram áherslur Sambands íslenskra sveitarfélaga í úrgangsmálum sem finna má á slóðinni http://www.samband.is/template1.asp?id=2403 undir megináherslur í úrgangsmálum. 
Lúðvík Gústafsson, verkefnisstjóri, hélt kynningarfund fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi 4. mai sl. á Hótel Hamri.

 

Fundargerðir.
Verkefnisstjórn um aukna hagsmunagæslu ísl. sveitarfélaga á sviði úrgangsmála 2.04.2009.
SOPRA bs. 30.03.2009

 

Önnur mál.
Framkvæmdastjóri greindi frá heimsókn til Fíflholta er eftirlitsaðilar frá Umhverfisstofnun voru á ferðinni þann 30. apríl sl.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:50.

Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.

 

Að stjórnarfundi loknum var haldið til Gámaþjónustunnar, Berghellu 1 í Hafnarfirði þar sem fram fór kynning á starfsemi fyrirtækisins.