82 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

82 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

 

FUNDARGERÐ

82.  FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

Miðvikudaginn 10.12.2008 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til símafundar kl. 11.30.
Mætt voru:
Finnbogi Rögnvaldsson
Rósa Guðmundsdóttir
Erla Þorvaldsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Ragnhildur Sigurðardóttir
 
Helgi Helgason, sem ritaði fundargerð
Ása Hólmarsdóttir
 
Jón Rafn boðaði forföll og Gísli S. Einarsson rétt áður en fundur hófst.
 
1.     Fjárhagsáætlun 2009
Framkv.stj. greindi frá helstu þáttum í fjárhagsáætluninni. Hún væri byggð upp með það í huga að hækka þyrfti tímagjald um 10% og kostnaður vegna sýnarannsókna hækkaði úr kr. 9.500 í kr. 12.000.
Samþykkt samhljóða
 
2.     Starfsmannamál-launamál
      Rætt um starfsmannamál. Formaður greindi frá því að ekkert formlegt svar hefði             borist frá Laufey Sigurðardóttur eða lögmanni hennar vegna starfslokatilboðs heil-      brigðisnefndar. Rætt var um launamál starfsmanna og ráðningarsamning. Vegna að       stæðna í þjóðfélaginu þykir ekki tímabært á þessari stundu að gera ráðningar- og nýjan          launasamning við starfsmenn.
Heilbrigðisnefndin samþykkti að hækka laun starfsmanna frá 1. des 2008 um kr. 20.300 til samræmis við aðrar stéttir opinberra starfsmanna og ljúka ráðningarsamningi við starfsmenn fyrir 1. júní 2009.
 
3.     Greinargerð formanns um starfsstöð fyrir HeV.
     Finnbogi kynnti drögin sem hann taldi í samræmi við umræðu sem verið hafði á   síðasta fundi um þetta mál.
      Framkv.stj. falið að senda greinargerðina til sveitarstjórna. Jafnframt voru stjórnar-       menn hvattir til að kynna þetta mál í viðkomandi sveitarstjórnum.
 
 
4.     Starfsleyfisumsóknir/starfsleyfi
Framkv.stj. greindi frá því að engar efnislegar athugasemdir hefðu komið fram vegna auglýsingar þriggja starfsleyfistillagna fyrir alifuglabú í Hvalfjarðarsveit. Frestur til athugasemda rennur út 12.12. n.k.
 
 
 
 
 
5.     Framlögð gögn:
·        Fundargerð (drög) fundar stjórnar Sambands heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi (SHÍ) með Matvælastofnun 21.11.2008.
·        Fundargerð (drög) fundar stjórnar SHÍ með Umhverfisstofnun 20.11.2008.
·        Bréf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til SHÍ, dags. 24.10.2008, vegna fyrirspurnar um heimavinnslu og sölu afurða frá bændum.
 
6.     Önnur mál:
a)         Bréf Skipulagsstofnunar til heilbrigðisnefndar, dags. 04.12.2008, þar sem óskað er eftir og á hvaða forsendum innsendar tillögur Elkem á Íslandi vegna stækkunar og breytinga á framleiðslu fyrirtækisins á Grundartanga skuli háðar mati á umhverfisáhrifum sbr. ákvæði laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Með erindinu fylgdi skýrsla (Nóvember 2008), sem unnin var af Mannviti verkfræðistofu fyrir Elkem.
Framkv.stj. og formaður greindu frá fundi sem þeir áttu með starfsmanni Elkem og skýrsluhöfundi um þetta mál 26.11. s.l. Þar kom. m.a. fram að fyrirhugað deiliskipulag svæðisins stangaðist á við áform Elkem. Deiliskipulagið hefur ekki verið lagt fram formlega til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar og ekki verið kynnt fyrir HeV.
Heilbrigðisnefndin telur sig ekki geta svarað erindi Skipulagsstofnunar frá 4. desember s.l.  þar sem deiliskipulag og skipulagsskilmálar svæðisins liggi ekki fyrir.
 
b)      Úrskurður Umhverfisráðuneytisins, dags. 5. desember 2008, vegna kæru á endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi Laugafisks á Akranesi.
Þar sem úrskurðurinn barst ekki stjórnarmönnum fyrr en síðdegis í gær 09.12. og var ekki á dagskrá fundarins, gafst stjórnarmönnum ekki tækifæri á að skoða hann til hlítar. Var umræðum og afgreiðslu málsins því frestað til næsta fundar.
 
            Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.55.