66 – SSV stjórn

admin

66 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð

 Stjórnarfundur haldinn mánudaginn 8. desember 2008

 kl. 10  í Hótel Glymi í Hvalfjarðarsveit.   

Stjórnarfundur haldinn ánudaginn 8. Desember 2008 kl. 10 í Hótel Glymi í Hvalfjarðarsveit.  Mætt voru:  Páll Brynjarsson, Jenný Lind Egilsdóttir, Þorgrímur Guðbjartsson, Hrönn Ríkharðsdóttir, Eydís Aðalbjörnsdóttir, Kristjana Hermannsdóttir og Erla Friðriksdóttir.  Áheyrnarfulltrúar:  Ása Helgadóttir og Rósa Guðmundsdóttir.  Einnig sátu fundinn Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir.

Formaður setti fund og gekk til dagskrár.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi.

1.                   Fundur framkvæmdastjóra sveitarfélaganna 24.11.08

2.                   Byggðaáætlun

3.                   Aðstæður í ljósi efnahagsástands. –

4.                   Málefni atvinnuráðgjafar

5.                   Evrópuverkefni.

6.                   Stillum saman strengi.

7.                   www.vesturland.is

8.                   Evrópukynning 10. Des. 2008

9.                   Umsagnir þingmála

10.                Fundargerðir

11.                Önnur mál.

 

1.      Fundur framkvæmdastjóra sveitarfélaganna 24.11.08

Formaður sagði frá fundi framkvæmdastjóra sveitarfélaganna þann 24.11.2008.  Hann sagði það vera planað að hittast með nokkuð reglubundnum hætti framvegis.

 

2. Byggðaáætlun.

Páll og Ólafur sögðu frá málþingi um byggðaþróun við breyttar aðstæðursem haldið var á vegum Byggðastofnunar 28. nóv. Málþingið var haldið í upphafi starfs Byggðastofnunar að tillögu til nýrrar byggðaáætlunar í þeim tilgangi að afla viðhorfa og mats á áherslum hjá þeim ráðuneytum, félögum og stofnunum sem Byggðastofnun telur áríðandi að eiga samráð við á mótunarferli tillögunnar.  Byggðastofnun á að skila af sér nýrri byggðaáætlun í lok febrúar.

 

3. Aðstæður í ljósi efnahagsástands.  

Lögð fram gögn sem til hafa orðið í tengslum við þær efnahagsþrengingar sem ganga nú yfir.

 

4. Málefni atvinnuráðgjafar

a. Byggðastofnun – breytt fyrirkomulag ?

Rætt um framkomnar hugmyndir um þróunarsvið Byggðastofnunar.

 

b. Haustfundur atvinnuþróunarfélaga 27.11.2008.

Ólafur sagði frá haustfundi atvinnuþróunarfélaganna sem var haldinn í Hveragerði 27.11 sl.

Hann sagði að þar hefði verið rætt um flutning verkefna frá þróunarsviði Byggðastofnunar til annarra stofnana.  Hann sagði atvinnuráðgjafa hafa misjafnar skoðanir um þetta fyrirkomulag og hefði hópurinn viljað heyra afstöðu ráðherra til málsins.  Ekki hefur fengist fundur með ráðherra.

Páll og Ólafur voru sammála um það að þeir óttast það að frumkvæði heimamanna muni fara úr höndum atvinnuþróunarfélaganna með því fyrirkomulagi sem hugmyndir eru uppi um.  Páll sagði fulla ástæðu til þess að fara í það af krafti að verja frumkvæði heimamanna og tryggja burði heimafyrir enn frekar.

Þorgrímur velti því upp hvort ekki væri ástæða til að setja upp minnisblað og koma þeim upplýsingum sem fram komu til sveitarstjórna.  Var þeirri hugmynd vel tekið.

Fundarmenn tóku undir það sem fram kom í máli þeirra Páls og Ólafs.

Búið er að boða 10% niðurskurð til atvinnuþróunarfélaganna í landinu á næsta ári.

 

c. Drög að starfsáætlun næsta árs.

Lögð fram drög að starfsáætlun næsta árs en samkvæmt samningi við Byggðastofnun skal skila inn starfsáætlun fyrir komandi ár fyrir áramót.  Í framhaldinu varð nokkur umræða um nafn Atvinnuráðgjafar.

 

d. Auglýsing

Sagt frá og rætt um auglýsingu/fjölpóst sem send var út á vegum ATSSV – Hefurðu hugmynd.  Nokkuð hefur verið um fyrirspurnir í kjölfar þess að umræddur póstur var sendur út.

 

5. Evrópuverkefni.

Páll sagði frá fundi með Elínu Pálsdóttur Jöfnunarsjóði og Hermanni Sæmundssyni samgönguráðuneyti þar sem verið  var að fara yfir stöðu Evrópuverkefnis m.t.t. framhalds þess.  Drög að umsókn um aðkomu Jöfnunarsjóðs var lögð fram. Um er að ræða tilraunaverkefni til 3 ára þar sem látið verður á það reyna hvort raunhæft er að stofna til formlegrar svæðisskrifstofu í Brussel.  Stjórn samþykkti drögin.

 

6. Stillum saman strengi.

Sagt frá 9 manna vettvangi sem stofnaður hefur verið til skrafs og ráðagerða um stöðuna innan landshlutans og vangaveltur um nálgun verkefna.

Um er að ræða fulltrúa launþega, fulltrúa frá SA, SSV, ATSSV og Símenntun.  Næsti fundur verður haldinn fimmtudaginn 11. desemer n.k.

 

7.   www.vesturland.is

Lénið  vesturland hefur verið í notkun og tengst Skessuhornsvefnum en gerður var samningur um notkun lénsins og er sá samningur útrunninn.  SSV hefur alla tíð verður skráður eigandi lénsins og ríkir ekki ágreiningur þar um.  Ferðaþjónustan sækist eftir því að fá lénið til sín í tengslum við stofnun Vesturlandsstofu.  Ólafi og Hrefnu falið að skoða ákveðna málamiðlun í samræmi við umræður fundarins.

 

8. Evrópukynning 10. des. 2008 .

Kynntur fundur þar sem fulltrúar Evrópuskrifstofu í HÍ koma og kynntar verða nokkar af þeim áætlunum sem í boði eru en það er opið fyrir nokkrar umsóknir fram í febrúar og mars.

9. Umsagnir þingmála

a. Frumvarp til laga um tekjuskatt.

b. Frumvarp til laga um Háskóla á Ísafirði.

c. Frumvarp til laga um þjóðlendur, sönnunarregla.

d.Tillaga til þingsályktunar um samvinnu- og efnahagsráð Íslands.

e. Frumvarp til laga um Efnahagsstofnun.

f. Frumvarp til laga um stimpilgjald. (afnám stimpilgjalds á v. ibúðarhúsnæðis)

g. Frumvarp til laga um almenningssamgöngur, 44. mál, heildarlög.

 

Formaður fór yfir lagafrumvörp, lagði þó einkum áherslu á almenningssamgöngur.  Hann sagðist tilbúinn að setjast niður og fara yfir það frumvarp og vitnaði til nefndar sem hann sat í og fjallaði um almenningssamgöngur.  Fundamenn tóku vel í það boð og voru algerlega sammála um mikilvægi þessa málaflokks.

Einnig fór Páll yfir frumvarp um þjóðlendur.  Samþykkt að leita til starfsmanns Búnaðarsamtaka Vesturlands varðandi málið.

 

10. Fundargerðir

a.       Alþjóðanefnd Sambandsins 31.10.2008.

b.      Sorpurðun Vesturlands hf. 30.10.2008

c.       Verkefnisstjórn um meðhöndlun úrgangs 4.11.2008

d.      Fundargerð þingmannafundar 21.10.2008.

e.       Fundargerð stjórnar Sambandsins og landshlutasamtakanna 14.11.2008.

Hrefna gerði grein fyrir fundargerður alþjóðanefndar og Sorpurðunar.  Páll fór yfir fundargerð þingmannafundar og taldi mikilvægt að þau málefni sem snerta sveitarfélögin á Vesturlandi beint fengju umfjöllun með þingmönnum.  Formanni og varaformanni falið að ná fundi með þingmönnum NV-kjördæmis og fara yfir málefni sveitarfélaganna.

 

 

11    Önnur mál.

 

Afmælisráðstefna Fenúr 9. des. 2008.

Lagt fram.

 

Ráðstefna um menntun fólks á vinnumarkaði 11. des. 2008.

Lagt fram.

 

Svæðisráð um málefni fatlaðra – varamaður.

Samþykkt að Eydís Aðalbjörnsdóttir verði varamaður Sveins Kristinssonar í Svæðisráði um málefni fatlaðra á Vesturlandi í stað Guðmundar Páls Jónssonar sem nú er orðinn starfsmaður Fjöliðjunnar.

 

Aðalfundur Spalar 10. des. 2008.

Samþykkt að Hrefna B. Jónsdóttir verði fulltrúi SSV á aðalfundi Spalar miðvikudaginn 10. des. 2008 kl. 11.

 

 

Rætt um menningarsamning.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:00. 

Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.