81 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

81 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ

81.  FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

Miðvikudaginn 29.10. 2008 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í Ráðhúsinu í Borgarnesi og hófst fundur kl. 16.30.
Mætt voru:
Finnbogi Rögnvaldsson
Rósa Guðmundsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Erla Þorvaldsdóttir
Arnheiður Hjörleifsdóttir
 
Ása Hólmarsdóttir
Helgi Helgason, sem ritaði fundargerð
 
1.   Sameining starfsstöðva HeV.
Í framhaldi af greinargerð formanns um starfsstöðvar sem lögð var fram á stjórnarfundi 17.09. s.l. lýstu nefndarmenn sig sammála um að sameina starfsstöðvarnar HeV.
Formanni og framkv.stj. falið að kanna með framtíðar staðsetningar. Þeim ennfremur falið að kanna hvort HeV geti tekið við auknum verkefnum.
 
2.   Starfsmannamál. Starfslokasamningur fyrrverandi starfsmanns.
Rætt um greiðslur til fyrrverandi starfsmanns.  Formaður lagði fram minnisblað um málið. 
Miklar umræður urðu um málið og samþykkti nefndin síðan samhljóða að eftirfarandi bókun.
Samþykkt að fylgja tillögum á minnisblaði með áorðnum breytingum. Formanni falið að ljúka málinu. 
 
3.   Leiguhúsnæði Verkvíkur ehf. Höfðabraut 14-16 Akranesi
Lögð fram bréf sem HeV sem sendi Verkvík ehf., dags. 21.07. og 25.09.2008  vegna ástands leiguíbúða að Höfðabraut 14-16. ennfremur lagt fram svarbréf Verkvíkur ehf., dags. 17.10.2008 um endurbætur á húsnæði og tímasetta áætlun framkvæmda.
Starfsmönnum falið að fylgja málinu eftir.
 
4.   Greint frá aðalfundi SHÍ, sem haldinn var 1. október s.l.
Framkv.stj. lagði fram fundargerð aðalfundarins og glærur af framsöguerindi forstjóra Matvælastofnunar um hlutverk stofnunarinnar.
Í framhaldi af umræðum um málið samþykkti heilbrigðisnefndin að beina þeirri áskorun til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að skýr verkaskipting milli heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna, Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar verði fest í sessi.
 
5.   Bréf Skipulagsstofnunar, dags 06.10.2008, vegna endurnýjunar starfsleyfis Sementsverksmiðjunnar. Umsagnarbeiðni vegna tilkynningar um matsskyldu.
Framkv.stj. skýrði frá bréfi sem sent var Skipulagsstofnun vegna málsins.
 
6.   Bréf umhverfisráðuneytis, dags. 15.10.2008, um umsögn vegna tímabundinnar undanþágu frá starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar á Akranesi.
Heilbrigðisnefndin gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við að fyrirtækið starfi um tíma skv. eldra starfsleyfi.
 
7.   Bréf UST, dags 26.09.2008, um samræmd starfsleyfisskilyrði
Lagt fram
 
 
8.   Bréf UST, dags. 22.09.2008, vegna urðunar úrgangs frá Járnblendiverksmiðjunni í flæðigryfju við Grundartangahöfn.
Lagt fram
 
9.   Starfsleyfismál
·      Vegagerðin vegna starfsmannabúða við Laxá í Dölum
           Starfsleyfi samþykkt
 
·      Umsóknir Reykjagarðs fyrir endurnýjun starfsleyfis fyrir alifuglabúin að             Krókum og Oddsmýri Hvalfjarðarsveit.
           Samþykkt að auglýsa starfsleyfisskilyrði fyrir hvort búið fyrir sig.
 
·      Vatnsátöppunarverksmiðja Iceland Glacier Products ehf. á Rifi Snæfellsbæ
           Heilbrigðisnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagðar teikningar en bendir á að           sækja ber um starfs  leyfi fyrir starfsemina áður starfsemin hefst.
 
·      Bláskeljaeldi í landi Saurbæjar Hvalfjarðarsveit
           Starfsleyfi samþykkt
 
·      Umsókn Matfugls ehf. um endurnýjun á starfsleyfi alifuglabús að Hurðarbaki,   Hvalfjarðarsveit
           Samþykkt að auglýsa starfsleyfisskilyrði.
 
10.Önnur mál
 
·Bréf eigenda Melaleitis Hvalfjarðarsveit til úrskurðarnefndar, dags.         28.09.2008, vegna kærumála.
           Framlagt
 
·Haustfundur HES með starfsfólki landbúnaðarráðuneytis, umhverfisráðuneytis, MAST og UST 14.-15. október s.l.
           Framkv.stj. greindi frá efni fundarins og sendir fundargerð um leið og hún berst.
 
·Nýting búfjáráburðar á alifugla- og svínabúum.
           Umræður um nauðsyn þess að nýta megi sem mest búfjáráburð. Með tilkomu nýrra        tækja ætti að vera auðveldara að dreifa slíkum áburði með betri nýtingu í huga.
           Heilbrigðisnefndin felur framkv.stjóra að leita upplýsinga hjá bútæknistofnun á    Hvanneyri um nýjasta búnað vegna dreifingar áburðar.
 
·Bréf UST, dags. 03.10.2008 vegna óheimilar losunar sláturúrgangs á          urðunarstað Akraneskaupstaðar.
           Framlagt
 
·Bréf UST, dags. 13.10.2008, vegna ákvörðunar um útgáfu starfsleyfis fyrir            olíubirgðastöð Skeljungs í Hvalfirði.
           Framlagt
 
·Bréf Skipulagsstofnunar, dags 10.10.2008, ásamt frummatsskýrslu um efnis         töku á hafsbotni Hvalfjarðar. Beiðni um umsögn.
           Málinu frestað þar sem ekki náðist að fara yfir öll gögnin.
 
 
 
 
 
·Bréf umhverfisfulltrúa sveitarfélaganna á Snæfellsnesi f.h. Framkvæmdar            áðs Snæfellsness, dags. 27.10.2008, þar sem óskað er eftir áætlun HeV vegna      heildarúttekt á gæðum yfirborðsvatns á Snæfellsnesi.
           Miklar umræður urðu um erindið þar sem m.a. kom fram að fullnægjandi leið     beiningar um flokkun vatna sbr. reglugerð nr. 796/1999 m.s.br. hafa komið fram og      því erfitt að meta kostnað við vilja sveitarstjórna til að uppfylla skilyrði reglugerðar      innar.
           Framkv.stj. falið að svara erindinu.
 
       Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00.