65 – SSV stjórn

admin

65 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð

 

 Stjórnarfundur SSV haldinn þriðjudaginn 21. október 2008 í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík.

 

Stjórnarfundur SSV haldinn þriðjudagin 21. otóber 2008 í Snæfellsbæ kl. 14.00.

 

Mættir voru:  Páll Brynjarsson, Hrönn Ríkharðsdóttir, Eydís Aðalbjörnsdóttir, Erla Friðriksdóttir, Kristjana Hermannsdóttir, Jenný Lind Egilsdóttir og Þorgrímur Guðbjartsson.  Einnig sat fundinn Ólafur Sveinsson sem einnig ritaði fundargerð.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi.    

1.                   Fundarsetning:  Páll Brynjarsson, formaður SSV.

2.                   Staða sveitarfélaga

3.                   Kosning varaformanns.

4.                   Málefni atvinnuráðgjafar.

5.                   Samráðsfundir Byggðastofnunar

6.                   Fundargerðir

7.                   Önnur mál.

 

1.      Fundarsetning

Formaður, Páll Bryndarsson setti fundinn og bauð nýja stjórnarmenn velkomna til starfa.

Hann hóf mál sitt á því að leggja fram minnispunkta yfir áherslu í vetrarstarfi SSV. Gaf orðið laust. Hrönn Ríkharðsdóttir lýsti yfir ánægju með þessa punkta, aðrir stjórnarmenn tóku undir það og niðurstaðan var að ræða þessa punkta betur á næsta stjórnarfundi.

 

2.      Staða sveitarfélaga

Formaður fór yfir þá tíma sem sveitarfélögin standa nú frammi fyrir.  Hann sagði frá fundi sem Samband íslenskra sveitarfélaga boðaði til föstdaginn 17. okt. sl. og lagði fram minnisblað frá þeim fundi.  Þar var m.a. rætt um frjáhagsáætlanir, sem almennt eru í uppnámi, gjaldskrármál, kjarasamninga og nauðsyn samstöðu.  Í máli formanns sambandsins og ráðherra sveitarstjórnarmála kom fram að þeir munu hafa náið samráð um hagsmunamál sveitarfélaganna á næstunni. Fyrirhugað var að Sigríður Finsen og Kristinn Jónasson yrðu gestir fundarins undir þessum dagskrárlið. Fram kom í máli formanns að Jöfnunarsjóður gæti orðið fyrir tekjuskerðingu á næsta ári, en það væri samt óljóst. Með Lánsjóði sveitarfélaga er vonast til að ekki yrðu neinar grundvallarbreytingar þar.  Rætt um Lánasjóðinn og mikilvægi hans.  Formaður fór yfir minnispunkta sem teknir voru saman af Magnúsi Karel Hannessyni á samráðsfundi sveitarfélaga frá 20. október þar sem reynt var að leggja mat á stöðuna. HR minnti á að atvinnan og velferð væru þau lykilatriði sem áherslu þyrfti að leggja á í þeim þrengingum sem framundan eru. Tekið var undir það. ÞG lýsti yfir áhyggjum af leiguíbúðum og gjaldþrotameðferð félaga sem eiga þær og óvissu með framhald mála. Einnig nefndi hann áhyggjur Dalamanna af því að starfsemin á Laugum leggist af, vegna viðhaldsskorts á fasteignum þar. EF talaði um óvissuna með framhaldið og óþægindi vegna þess. PB nefndi það að framkvæmdastjórar á öðrum landssvæðum hafi reglulegt samráð vegna ástandsins. Formanni var falið að koma á vikulegu samráði framkvæmdastjóra sveitarfélaga á Vesturlandi.

 

3.      Kosning varaformanns.

Lagt var til að Hrönn Ríkharðsdóttir yrði varaformaður stjórnar og var það samþykkt.

 

4.      Málefni atvinnuráðgjafar.

Snorri Björn Sigurðsson fulltrúi Byggðastofnunar kom á fundinn

 

a.      Open Days, 6. – 9. október í Brussel.  Evrópuverkefni.

Ólafur Sveinsson og Hrönn Ríkharðsdóttir sögðu frá Opnum dögum í Brussel 6. – 9. október sl. ÓS fór yfir ferðina í stuttu máli. HR lýsti yfir ánægju með ferðina og að ferðin, fyrirlestrar og annað hefðu verið mikil upplifun. Nokkrar umræður urðu um þetta verkefni og Evrópuverkefni sem SSV hefði verið þátttakendur í. PB fór yfir verkefnið, ferðina í fyrra og mat á stöðunni. SBS lýsti þeirri skoðun sinni að landsbyggðin ætti að hafa fulltrúa í Brussel, því þarna væru mikil tækifæri.

 

b.      Kynningarferð um Vesturland 2. og 3. okt.

Ólafur Sveinsson sagði frá kynningarferð sem farin var um Vesturland þar sem verkefnisstjóri Vaxtarsamnings Vesturlands kynnti starfsemi samningsins og starfsmenn SSV kynntu Evrópuverkefnið, Vesturland í Evrópu.  Reinhard Reynisson, sem vann verkefnið fyrir SSV, var með í för. ÓS fór yfir ferðina, umræður urðu um fundarfyrirkomulag.

 

c.       Samráðsfundir Byggðastofnunar

Sagt frá heimsókn fulltrúa Byggðastofnunar sem komu og funduðu með starfsfólki SSV þann 23. september sl.  ÓS fór yfir fundinn, starfsáætlun sem atvinnuráðgjöfin þarf að leggja fram við Byggðastofnun og staða lánasviðs Byggðastofnunar og aukningu í lánsumsóknum til stofnunarinnar. PB spurði SBS um vinnslu Byggðaáætlun og fyrirkomulaga hennar. SBS sagði að nk. fimmtudag yrði fundur í iðnaðarráðuneyti um þetta mál. Hann sagði það skoðun sína að víðtækt samráð um þetta verkefni væri mjög mikilvægt og líklegra til árangurs að hafa víðtækara samstarf um þá stefnumótun sem byggðaáætlun væri. EA spurði hverjir væru kallaðir til vegna gerðar byggðaáætlunar og setti fram spurningar um aðkomu sveitarfélaga að þessari vinnu. Tekið var undir þverfaglega vinnu ráðuneyta á þessu sviði.

 

d.      Minnisblað Vífils Karlsson og Ólafs Sveinssonar

 

ÓS fór yfir minnisblaðið og áhersluatriði sem fram koma í niðurstöðum og samantekt.

 

5.      Fundargerðir

 

Verkefnisstjórn framtíðarlausna um meðhöndlun úrgangs.

Framkvæmdaráð Vaxtarsamnings Vesturlands 10.09.08

 

6.      Önnur mál.

Klasaþing  30. október 2008 .

Formaður sagði frá ráðstefnu  sem haldin verður í Menntaskóla Borgarfjarðar 30. okt. n.k

 

Sambands íslenskra sveitarfélaga, bókun.

Lagt fram.

 

Minnispunktar frá samráðsfundi sveitarfélaga 17. 10.2008.

Lagt fram.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00

Ólafur Sveinsson, fundarritari.