76 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

76 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands


FUNDARGERÐ
76.  FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS


Miðvikudaginn 30.01 2008 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í Ráðhúsinu í Borgarnesi og hófst fundur kl. 16.00

Mætt voru:
Finnbogi Rögnvaldsson
Jón Pálmi Pálsson
Arnheiður Hjörleifsdóttir
Rósa Guðmundsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Ragnhildur Sigurðardóttir
 
Helgi Helgason, sem ritaði fundargerð

1. Starfsmannamál,
Lagt fram bréf BHM, dags. 18.01 2008 vegna uppsagnar starfsmanns
Í bréfinu eru gerðar athugasemdir við uppsögnina.
Nefndin fellst ekki á að draga uppsögnina til baka. Jafnframt bendir nefndin á að við uppsögn starfsmannsins hafi verið stuðst við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og mótmælir því að meðalhófsreglu hafi ekki verið gætt og að uppsögnin hafi ekki byggt á málefnalegum sjónarmiðum.  Framkvæmdastjóra falið að svara bréfritara.
2. Athugasemdir vegna auglýstra starfsleyfistillagna fyrir Laugafisk.
Athugasemdir bárust frá eftirfarandi aðilum/stofnunum:
Karen Jónsdóttur
Óskari Arnórssyni og Rannveigu Þórisdóttur
Arnfinni T Ottesen, Katli M. Björnssyni og Guðmundi Sigurbjörnssyni
Guðmundi Sigurbjörnssyni
Umhverfisstofnun
Undirskriftalisti 132 Akurnesinga
Lögð fram tillaga framkv.stj. að svörum við athugasemdum, sem sendar verði viðkom- andi aðilum.Nefndarmenn samþykktu svörin en Jón Pálmi sat hjá. Starfsleyfið síðan  samþykkt en  Jón Pálmi sat hjá og lagði fram eftirfarandi bókun:
 
Undirritaður getur ekki greitt atkvæði með endurnýjun starfsleyfis fyrir Laugafisk  hf á  Akranesi til næstu 12 ára eins og tillaga framkvæmdarstjóra Heilbrigðiseftirlitsins  gerir ráð fyrir og situr því hjá við afgreiðslu málsins.
Ástæður þess eru fyrst og fremst eftirfarandi:
• Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að fellt verði út ákvæði um að loftræsting fyrirtækisins skuli ekki valda fólki í nærliggjandi húsakynnum eða vegfarendum óþægindum vegna lyktar, hávaða eða annarrar mengunar, (liður 2,4 í gildandi starfsleyfi) og þar með í raun viðurkennt að fyrirtækið þurfi ekki að fara eftir þeim upplýsingum sem það lagði sjálft til grundvallar upphaflegri umsókn sinni um starfsleyfi, þ.e. að vinnsla fyrirtækisins væri nær lyktarlaus.  Þær upplýsingar vógu mjög þungt á sínum tíma við útgáfu upphaflegs starfsleyfis.
• Fyrirtækið á nú þegar að hafa komið upp bestu fáanlegu tækni og uppfylla þar með skilyrði í 16. gr. rg. 785/1999, um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.  Umhverfisstofnun telur að öll fyrirtæki eigi nú þegar að uppfylla þau skilyrði.  Að mínu mati hefur fyrirtækið ekki gert það m.v. núverandi stöðu og engar staðfestar tímaáætlanir liggja fyrir frá fyrirtækinu um að slíkt verði gert á næstunni, þannig að það er ljóst í mínum huga að núverandi ástand verður enn til staðar eftir útgáfu starfsleyfis með tilheyrandi árekstrum við nágranna eins og dæmin sýna fram að þessu.
• Ítrekaðar kvartanir nágranna og fyrirséð að ekki verði starfsfriður fyrir fyrirtækið á núverandi vinnslustað eins og undirskriftarlistar og athugasemdir við útgáfu starfsleyfisins sýna glögglega.
Undirritaður hefur óskað eftir a.m.k. í tvígang við framkvæmdarstjóra og for- mann heilbrigðisnefndar að heilbrigðisnefnd gæti kynnt sér rekstur annarra  fyrirtækja sem starfa við sambærilegar aðstæður hér á landi,  áður en ákvörðun  um  endurnýjun starfsleyfisins er tekin, en við þeirri beiðni minni hefur ekki orðið. Sú  af- staða hjálpar mér ekki til að taka ákvörðun í þessu máli.
Fyrir liggur að bæjarstjórn Akraness gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi  til lögu að starfsleyfi fyrir fyrirtækið. 
Undirritaður telur í ljósi ofangreinds og fleiri atriða, að eðlilegt væri að bæjar yfirvöld á Akranesi og eigendur Laugafisks hf leituðu leiða til að flytja starfsemi  fyrirtækisins frá núverandi stað, enda þykir mér ljóst, að ekki náist sátt á milli  fyrirtækisins og nágranna þess um starfsemina hvað lyktarmengun varðar. Því væri  eðlilegt í ljósi aðstæðna að Heilbrigðisnefnd Vesturlands endurnýjaði starfsleyfið að  hámarki til tveggja ára og mæltist til þess við fyrirtækið og  bæjarstjórn að teknar  verði upp  viðræður með flutning á starfsemi þess í huga.
Jón Pálmi Pálsson.
 
3. Starfsleyfisumsóknir/starfsleyfi
• Starfsemi Vegagerðarinnar í Ólafsvík
• Starfsemi Vegagerðarinnar í Búðardal
• Starfsemi Vegagerðarinnar í Borgarnesi
• Atlantsolía Vallarási 17
• Íslenska Gámafélagið vegna flokkunar og jarðgerðar í Stykkishólmi
• Vinakaffi, veitingastaður Hrafnakletti 1b, Borgarn.
• Gámaþjónusta Vesturlands Höfðaseli 15, Akr. (eigendaskipti)
• Fiskisaga Ægisbraut 29, Akr  (eigendaskipti)
• Blikksmiðja Guðmundar ehf, Akursbraut 11c, Akr (endurnýjun)
• Bifreiðastöð ÞÞÞ ehf. Dalbraut 6, Akr. (endurnýjun)
• Prentmet Vesturlands Heiðargerði 22, Akr. (endurnýjun)
• Landmælingar Íslands v/mötuneytis Stillholti 16-18, Akr.
• Fang ehf. v/mötuneytis Grundartanga (endurnýjun)
• Félagsheimilið Valfell, umsögn um tækifærisleyfi 25.01.
• Félagsheimilið Þinghamar, umsögn um tækifærisleyfi 02.02
• Félagsheimilið Brún, umsögn um tækifærisleyfi 26.01
• Félagsheimilið Lyngbrekka, umsögn um tækifærisleyfi 09.02
• Félagsheimilið Hlaðir, umsögn um tækifærisleyfi 26.01
• Félagsheimilið Logaland, umsögn um tækifærisleyfi 09.02
• Félagsheimilið Valfell, umsögn um tækifærisleyfi 21.12
• Félagsheimilið Þinghamar, umsögn um tækifærisleyfi 28.12
• Félagsheimilið Lyngbrekka, umsögn um tækifæris-og áfengisleyfi 05.01
Heilbrigðisnefndin samþykkti ofangr starfsleyfi og lýsir sérstakri ánægju sinni með fyrirhugaða flokkunar-/jarðgerðarstöð í Stykkishólmi
4. Framlögð gögn:
• Fundur með nýrri Matvælastofnun 31.01.2008
• Einföldunaráætlun umhverfisráðuneytisins 2007-2009
• Símafundur framkv.stj 28.01
• Eftirlitsskýrslur UST vegna eftirlits í Sementsverksmiðjuna og Járnblendiverksmiðjuna 20. des 2007
5. Önnur mál:
• Starfsemi Stjörnugríss að Melum, staða mála
Framkvæmdastjóra falið að tilkynna ráðuneytinu um ástæður þess að auglýsing á starfsleyfi fyrir fyrirtækið hefur tafist.
• Lögð fram ein umsókn um starf heilbrigðisfulltrúa, sem auglýst var fyrr í mánuðinum.
Framkv.stj. lagði til aðstarfið yrði auglýst á ný.
Samþykkt.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00