61 – SSV stjórn

admin

61 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð

 

Stjórnarfundur haldinn á skrifstofu SSV  mánudaginn
4. febrúar 2008 kl. 10.   

 

Fundur haldinn á skrifstofu SSV mánudaginn 4. febrúar 2008 kl. 10.  Mætt voru: Sigríður Finsen, Haraldur Helgason, Páll Brynjarsson, Jenný Lind Egilsdóttir, Ása Helgadóttir, Hrönn Ríksharðsdóttir og Kristjana Hermannsdóttir.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir.

 

1. Mótvægisaðgerðir – aðstoð SSV við umsóknir og ráðgjöf.
2. Ályktun, samgöngumál – svar Spalar ehf. um aðkomu að   breikkun Hringvegar á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga.
3. Vesturland í Evrópu
4. Ferð til Skotlands í mai
5. Starfsmannamál.
6. Ráðstefna í Snæfellsbæ
7. Umsagnir þingmála.
8. Fundargerðir
9. Önnur mál.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.

 

Mótvægisaðgerðir – aðstoð SSV við umsóknir og ráðgjöf.
Nýlega var auglýst að ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita alls 100 milljónum króna árið 2008 til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar á þeim svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti vegna skerðingar þorskaflaheimilda.  Atvinnuþróunarfélögin á landsbyggðinni eru milligönguaðilar í þessari vinnu fyrir Byggðastofnun og hefur verið auglýst í miðlum á svæðinu.  Umsóknarfrestur er til 19. febrúar n.k.  Viðbrögð eru góð og mikið hringt inn og beðið um ráðgjöf og umsóknavinnu.

 

Talsverð umræða varð um stöðu þeirra sem standa nú frammi fyrir því að missa atvinnuna og hvernig megi koma fólki til aðstoðar, t.d. með sérsniðnu námi.  Framkvæmdastjóra falið að hafa samband við forstöðumann Svæðisvinnumiðlunar og Símenntunarmiðstöðvar um mögulegar aðgerðir til styrkja stöðu fólksins.


Samgöngumál.
Ályktun, samgöngumál – svar Spalar ehf. um aðkomu að breikkun Hringvegar á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga. Erindi Ragnheiðar á Kúludalsá.
Rætt um ályktun sem send var út 9. jan sl. varðandi samgöngumál og afnám notendagjalda í Hvalfjarðargöng.  Samgönguráðuneytið hefur sent bréf og vísar til erindisins og bendir á að engar ákvarðanir hafi veri teknar að svo komnu máli.  Vinna við undirbúning sé í gangi.

 

Lagt fram ljósrit af svari Spalar ehf. við bréfi framkvæmdastjóra þriggja fyrirtækja sem stunda flutninga á Vesturlandi dags. 14.12.2007 um aðkomu félagsins að breikkun Hringvegar á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga.  Jafnframt afriti svars fylgdi ljósrit af bréfi þremenninganna.

 

Lögð fram tillaga frá borgarráði Reykjavíkur en þann 17. janúar sl. samþykkti borgarráð að fela borgarstjóra að efna til samráðs við sveitarfélög og aðra lykilhagsmunaaðila á Vestur og Norðvesturlandi um fundi með þingmönnum viðkomandi kjördæma og aðrar aðgerðir til að vinna að framgangi við lagningu Sundabrautar í göngum.  Formamnni og varaformanni falið að óska eftir fundi með borgarstjóra og ræða málefni Sundabrautar og Kjarlarness.

 

Lagt fram bréf frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur, Kúludalsá, þar sem hún fer þess á leit við SSV að samtökin aðstoði við málaleitan til Vegagerðarinnar þar sem hún leitar eftir lagfæringu reiðvegar sem liggur fyrir ofan þjóðveginn við Kúludalsá.  Erindinu vísað til Samgöngunefndar SSV.

 

Vesturland í Evrópu

Skýrt frá gangi verkefnisins, Vesturland í Evrópu.

 

Ferð til Skotlands í mai
Skýrt frá stöðu mála í undirbúningi ferðar sveitarstjórnarmanna til Skotlands í mai.  Calum Davidson, sem kom hingað til Vesturlands í nóvember sl., er orðinn formlegur tengiliður við ferðina.  Torfi Jóhannesson, verkefnisstjóri vaxtarsamnings, hitti Calum í síðustu viku og voru þá sett fram drög að dagskrá sem verið er að vinna úr.  Rætt um fjölgun sæta þar sem nú þegar er búið að bóka í helming þess sætafjölda sem pantaður var í upphafi.

 

Starfsmannamál.
Framkvæmdastjóri sagði frá breytingum á starfsmannamálum.  Starfsmönnum falið að vinna  að lausn þeirra mála. 

 

Ráðstefna í Snæfellsbæ
Kynnt drög að ráðstefnu sem fyrirhugað er að halda í Snæfellsbæ 29. febrúar n.k.  Ráðstefnan tengist aflasamdrætti.  Rannsóknarsetrið Vör verður formlega opnað sama dag.

 

Umsagnir þingmála.

a. Umsagnir um grunnsóla, framhaldsskóla, leikskóla, og menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.
b. Frumvarp til laga um upprunaábyrgð á raforku.
c. Frumvarp til laga um samgönguáætlun
d. Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða.

Sambandið hyggst halda fundi úti í landshlutunum og fara yfir lið a. með þeim er málið varðar.   Stjórn leggur áherslu á að kostnaðarauki samfara nýjum frumvörpum verði metinn og sveitarfélögunum tryggðir tekjustofnar til að mæta honum.

 

Fundargerðir
Sorpurðun Vesturlands 21.01.08.
Símenntunarmiðstöðin 28.11.07.

 

Önnur mál.


Fundur með Akurnesingum
Framkvæmdastjóri sagði frá fundi sem haldinn var á Akranesi með bæjarstjóra, markaðsfulltrúa og bæjarritara.  Niðurstaða fundarins var sú að SSV – þróun og ráðgjöf vinni upp spurningablað sem farið verði með í fyrirtæki á Akranesi og könnun verði gerð meðal þeirra hvernig markaðsfulltrúi og atvinnuráðgjöf gætu nýst samfélaginu betur.
 
Atvinnulíf og menning.
Framkvæmdastjóri kynnti heimsókn frá fyrirtækinu Sagaz þar sem SSV er boðin þátttaka í ritinu Atvinnulíf og menning.  Erindinu hafnað.

 

Páll Brynjarsson vék af fundi.

 

Símenntun, lagabreyting.
Tekið til umfjöllunar erindi SSV til stjórnar Símenntunarmiðstöðvarinnar dags: 13.11.2007, þar sem teknar voru  til umfjöllunar umræður innan stjórnar Símenntunar um breytingu á stofnskrá stofnunarinnar.  Stjórnarmenn SSV sammála um að núgildandi fyrirkomulag sé farsælasta leiðin. 

 

Frumkvöðull Vesturlands.
Rætt um farveg á tilnefningu frumkvöðuls Vesturlands 2007.  Samþykkt að halda samskonar fyrirkomulagi og á síðasta ári.  Nefndarmenn þeir sömu:  Hrönn Ríkharðsdóttir, Kristjana Hermannsdóttir og Jenný Lind Egilsdóttir.

 

Ráðstefna um Staðardagskrá 21
Lögð fram fundarboð til landsráðstefnu um Staðardagskrá 21 á Íslandi sem haldin verður á Hótel Örk 8. – 9. febrúar n.k.

 

Umsögn um tilfærslu Landgræðslu ríkisins frá Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti til Umhverfisráðuneytis.
Lögð fram umsögn Sambandsins um tilfærslu Landgræðslu ríkisins frá Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti til Umhverfisráðuneytis.

 

Í lokin urðu nokkrar umræður um almenningssamgöngur.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.  12:30.

 

Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.