46 – Sorpurðun Vesturlands

admin

46 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð

 

 

 

Sorpurðun Vesturlands hf.

 

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn

á skrifstofu SSV mánudaginn 21. janúar 2008 kl. 16.    

 

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn á skrifstofu SSV mánudaginn 21. janúar 2008 kl. 16:

Mætt voru:  Guðbrandur Brynjúlfsson, formaður, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Bergur Þorgeirsson, Gunnólfur Lárusson, Kristinn Jónasson og Sæmundur Víglundsson. Magnús Ingi Bæringsson boðaði forföll.

 

Formaður gekk til dagskrá sem er eftirfarandi:

1.       Fjármögnun og lánasamningur.

2.       Svæðisáætlun – niðurstaða verkefnisstjórnar.

3.       Ársreikningur – arður

4.       Rekstur í Fíflholtum – samningar o.fl.

5.       Grænt bókhald

6.       Magntölur sorps fyrir árið 2007.

7.       Skoðunarferð 31. jan – 1. feb. 2008.

8.       Ný urðunarrein – drög að teikningu frá VST.

9.       Eftirlit Umhverfisstofnunar frá 27. nóv. sl. 

10.     Skýrslur UMÍS

11.    Önnur mál.

 

Fjármögnun og lánasamningur.

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu á vinnu við undirritun og gagnaöflun varðandi lánasamning vegna lántöku til Lánasjóðs sveitarfélaga og þá lagabreytingu sem þarf að fara fram á næsta aðalfundi.  Vinna við söfnun undirskrifta er nú á lokastigi og var lögð fram eftirfarandi tillaga: 

 

Stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. kt. 530697-2829, samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 20.000.000 kr. til 8 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til tækjakaupa vegna sorpurðunar, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Hrefnu B. Jónsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 130864-3849, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess, f.h. Sorpurðunar Vesturlands hf., að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði standa einfaldar óskiptar ábyrgðir allra eigenda sem eru tíu sveitarfélög á Vesturlandi sbr. heimild í 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 3. mgr. 73. gr. sömu laga.

 

Tillagan samþykkt.

 

Svæðisáætlun – niðurstaða verkefnisstjórnar.

Lagt fram bréf til stjórnar dagsett 12. nóvember 2007 frá verkefnisstjórn svæðisáætlunar.

Málið var lagt fram á síðasta stjórnarfundi Sorpurðunar.  Málið rætt.  

 

Stjórn samþykkir eftirfarandi bókun:

Verkefnisstjórn sorpsamlaganna á Suðvesturlandi.

 

Lagt fram bréf verkefnisstjórnarinnar dags. 12. nóvember 2007 þar sem hún kynnir tillögur að framtíðarlausnum í meðhöndlun úrgangs fram til ársins 2020.

 

Niðurstöður benda eindregið til þess að hagkvæmast fyrir svæðið í heild sé lausn sem felst í eftirfarandi blöndu aðferða:

                                               Efnisvinnslu s.s. pappír, pappi, timbur, plast, málmar.

                                               Endurvinnsla, gasgerð og jarðgerð.

                                               Orkuvinnsla, brennsla með orkuvinnslu.

                                               Urðun að mestu ólífræn efni.

 

Aðalstarfsstöðvar fyrir gasgerð/jarðgerð      

 

og brennslu verði staðsettar á höfuðborgarsvæðinu og er Álfsnessvæðið áhugaverðasti kosturinn fyrir slíka starfsemi.   Móttöku- og umhleðslustöðvar og síðar flokkunarstöðvar verði staðsettar í landshlutunum.

 

Stjórnir sorpsamlaganna hafa þegar samþykkt tillögu verkefnisstjórnarinnar um að miða skuli við að urðun á lífrænum og brennanlegum úrgangi verði hætt eigi síðar en 2020 sem gjörbreytir þörf fyrir nýja urðunarstaði.   Því er einsýnt talið að núverandi urðunarstaðir á svæðinu verði nýttir til fulls og þeir síðan endurunnir og svæðin nýtt áfram.

 

Verkefnisstjórnin leggur fram eftirfarandi tíma- og kostnaðaráætlun vegna 1. áfanga aðalstarfsstöðva á höfuðborgarsvæðinu.:

           

                        Jarðgerðarstöð                        2010/2011

Stærð 30.000 t/ár; stofnkostnaður áætlast 1.000 millj. kr; árlegur rekstrarkostn.160 milljón kr.

 

                               Brennslustöð              2014/2015

Stærð 120.000 t/ár, stofnkostnaður 8.000 milljón kr. árlegur rekstrarkostnaður 1.300    milljón kr.

 

Kostnaðaráætlun vegna annarra þátta eins og gerð mats á umhverfisáhrifum, lóða fyrir aðalstöðvar, móttöku og flokkunarstöðvar í landshlutunum hljóðar uppá 2.220 milljón krónur.

Heildarkostnaðaráætlun fyrir 1. áfanga er því áætlaður alls 11.220 milljón krónur.

 

Síðari áfangi verkefnisins kemur til framkvæmda á tímabilinu 2015 – 2020 og áætlast kostnaður vegna hans nema allt að 4.000.  Framkvæmdir í síðari áfanga eru háðar reynslu fyrir fyrsta áfanga, en geta innifalið stækkun brennslustöðvar, stækkun gasgerðar/jarðgerðarstöðvar og loks uppsetningu flokkunarkerfis/flokkunarstöðva fyrir íbúa.

 

Þær lausnir sem um ræðir í fyrri áfanga loka engum leiðum hvað varðar síðari áfanga heildarlausnarinnar.

 

Verkefnisstjórnin leggur jafnframt til að sorpsamlögin geri með sér nýjan samstarfssamning um eftirfarandi næstu skref:

·         Sameiginlega gerð mats á umhverfisáhrifum framtíðarlausnar um úrgangsmál fram til 2020 á starfssvæði fyrirtækjanna sem byggist á ofangreindum lausnum.

 

·         Samhliða vinnu við gerð umhverfismats verði unnið að nauðsynlegum undirbúningi að byggingu mannvirkja á aðalstarfsstöð í samvinnu við stjórnir samlaganna.

 

·         Sorpsamlögin ljúki sameiginlega endurskoðun svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs frá 2005 og skal þeirri endurskoðun lokið árið 2008.

 

Hér er um umtalsverðar fjárfestingar að ræða á komandi árum fyrir sveitarfélögin.  Því óska þær stjórnir sem aðild eiga að umræddri verkefnisstjórn eftir staðfestingu sveitarstjórna hluthafa (aðildarfélaga) Sorpurðunar Vesturlands hf.

 

Ársreikningur

Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning 2007.  Rekstrartekjur voru 53.051.853 kr. Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði voru 38.803.543 kr.  Fjármagnstekjur voru 3.90.117 kr. og hagnaður ársins 14.905.507 kr.  Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða og undirritaður.

 

 

 

Rekstur í Fíflholtum – samningar o.fl.

a.      Starfsemi Sorpurðunar og samningar við starfsmenn.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir samningum við starfsmenn Sorpurðunar.

 

b.     Verlok – úttekt VST og verklokasamningur við verktaka.

Settir hafa verið upp minnispunktar varðandi úttekt á urðunarsvæðinu og rekstrinum en gera þarf þann samning við Gámaþjónustuna sem fyrst. Þorsteinn Eyþórsson hefur verið í sambandi við fulltrúa Gámaþjónustunnar og Jón Ágúst hjá VST fer í úttekt þegar snjóa leysir.

 

Grænt bókhald

Framkvæmdastjóri greindi frá vinnu við grænt bókhald.

 

Magntölur sorps fyrir árið 2007.

Á árinu 2007 voru urðuð 11.266 tonn í Fíflholtum á móti 12.898 tonnum á árinu áður.  Minnkaði því magn til urðunar um 1.632 tonn.

 

Skoðunarferð 31. jan – 1. feb. 2008.

Framkvæmdastjóri sagði frá skoðunarferð til Svíþjóðar og Danmerkur sem farin verður 30. jan – 1. feb n.k.  Er ferðin frá því í haust endurtekin þar sem lykilfulltrúar frá stjórnum komust ekki með í ferðina. 

 

Ný urðunarrein – drög að teikningu frá VST.

Kynntar teikningar að nýrri urðunarrein sem borist hafa frá VST.  Formaður og framkvæmdastjóri ræddu hugmyndir að reininni við Jón Ágúst á fundi í Fíflholtum 18. janúar sl.  Einnig var rætt um fokvarnir.

 

Eftirlit Umhverfisstofnunar frá 27. nóv. sl. 

Þann 27. nóvember sl. fór fram reglubundið mengunarvarnaeftirlit Umhverfisstofnunar á urðunarstaðnum í Fíflholtum.   Lagt fram bréf dags 17.12. frá UST þar sem fram koma athugasemdir af hálfu stofnunarinnar.

 

Skýrslur UMÍS – Grunnvatnsstaða og rennsli

Lögð fram skýrsla UMÍS varðandi grunnvatnsstöðu og rennsli.  Rædd athugasemd frá UST þar sem fram kemur að bæta þurfi sýnatökuaðstöðu varðandi rennslismælingar í fráveituskurði.

 

Önnur mál.

Bláa tunnan.

Lögð fram til kynningar ákvörðun Samkeppnisstofnunar um Bláar tunnur.  Um er að ræða kæru Gámaþjónustunnar á hendur Reykjavíkurborg varðandi svokallaðar bláar tunnur.  Samkeppnisstofnun taldi sig ekki hafa lagagrundvöll til að aðhafast í málinu en ýjar þó að því að málið hafi raskað samkeppni á markaði fyrir sorphirðu og útilokar ekki að málið verði tekið upp síðar með sérstöku áliti á grundvelli c-liðar 1.mgr. 8. gr. samkeppnislaga.

 

Frumvarp að nauðasamningi fyrir Borgarnes kjötvörur ehf.

Borist hefur frumvarp að nauðasamningi fyrir Borgarnes kjötvörur ehf. og farið fram á að Sorpurðun Vesturlands samþykki fyrirliggjandi drög. 

Stjórn einhuga í ákvörðun sinni að hafna fyrirliggjandi drögum.

 

Kurluð dekk.

Framkvæmdastjóri sagði frá samskiptum við Efnamóttökuna og UST vegna kurlaðra dekkja sem sett voru í urðunarrein þar sem safnaðist fyrir vatn.  Úrvinnslusjóður vill vottun frá UST áður en greitt er út frá Úrvinnslusjóði.  UST segir það ekki sitt verksvið að gefa vottun eða taka út verkefni.  Framkvæmdastjóri undrar sig á þessu máli einkum þar sem starfsmaður Umhverfisstofnunar óskaði eftir þessari aðgerð þar sem vatn safnaðist fyrir á ákveðnum stað í þeirri urðunarrein sem er í notkun núna.

 

Aðalfundur. 

Rætt um dagsetningu aðalfundar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00

Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.