75 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

75 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

 
FUNDARGERÐ
75.  FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Mánudaginn 10.12.2007 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til símafundar kl. 11.00.
Mætt voru:
Finnbogi Rögnvaldsson
Jón Pálmi Pálsson
Arnheiður Hjörleifsdóttir
Rósa Guðmundsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Ragnhildur Sigurðardóttir
 
Helgi Helgason, sem ritaði fundargerð
Laufey Sigurðardóttir
 
 
1.     Fjárhagsáætlun 2008
Framkv.stj. greindi frá breytingum sem gerðar höfðu verið á fjarhagsáætluninni sem lögð var fram á síðasta fundi og lagði fram nýja í samræmi athugasemdir.
Samþykkt samhljóða
 
2.     Starfsmannamál
      Framkv.stj. greindi frá starfslokum Laufeyjar við HeV.
      Eftir nokkrar umræður um starfsmannamálin og starfsstöð HeV, var samþykkt að auglýsa eftir nýjum starfsmanni sem hafið gæti störf sem fyrst og hefði starfsstöð á Akranesi.
 
3.     Tillaga ásamt greinargerð fyrir endurnýjað starfsleyfi Laugafisks á Akranesi.
     Framkv.stj. kynnti drög að starfsleyfi sem taka mið af endurnýjuðu starfsleyfi sem gefið var út 1. nóvember 2006. Með starfsleyfisdrögunum fylgdi greinargerð HeV um stöðu og gang mála. Þá lá fyrir greinargerð frá Matís um frekari rannsóknir á     mengunarvörnum fyrirtækisins.
      Jón Pálmi óskaði eftir að málinu yrði frestað til næsta fundar þar sem hann taldi sig ekki hafa getað skoðað málið þar sem fundargögn hefðu ekki borist honum fyrr en hálftíma fyrir fund vegna bilana í netbúnaði. Tillaga hans var felld (FR og RG), (AH  og SG ) sátu hjá.
      Eftir nokkrar umræðu um þetta mál samþykkti heilbrigðisnefnd að auglýsa starfs- leyfisdrögin. Samþykk (FR,RG), (AH og SG) sátu hjá og JPP á móti og vísaði til bókunar sem hann lagði fram á síðasta fundi (74.) auk þess sem hann taldi sig ekki hafa getað kynnt sér greinargerð með starfsleyfisdrögunum sbr. ofangr. bókun.
 
  
4.     Starfsleyfisumsóknir/starfsleyfi

 • Dvalarheimilið Höfði  Sólmundarhöfða 5, Akranesi
 • Tjaldsvæði v/Laugagerðisskóla, Eyja- og Miklaholtshreppi
 • Samkaup úrval Grundargötu 38, Grundarfirði
 • Samkaup strax, Bifröst
 • HB Grandi vegna hrognavinnslu Hafnargötu 3-9, Akranesi
 • HB Grandi vegna frystihúss Bárugötu 8-10, Akranesi
 • Bílverk GJ Akursbraut 11c, Akranesi
 • Bílver ehf. Innnesvegi 1, Akranesi
 • Lyfja Grundargötu 38, Grundarfirði
 • Sjúkraþjálfun Halldóru Borgarbraut 61, Borgarnesi

 
      Starfsleyfi fyrir ofangr. fyrirtæki samþykkt.
 
5.     Framlögð gögn:
·         Fundarboð á kynningarfund Járnblendifélagsins 11.12.2007. (sent áður)
·         Vangaveltur um gjaldskráruppbyggingu (drög frá HAUST)

 • Nýlegir úrskurðir úrskurðarnefndar sbr. lög nr. 7/1998 :

                        a. vegna tóbaksnotkunar í félagsaðstöðu
                        b. vegna gjaldtöku við sorpeyðingu og hreinsunar á rotþróm
 
6.     Önnur mál:
a)         Framkv.stj. greindi frá ESA úttekt vegna starfsemi vatnsveitu OR á Akranesi
 
            Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.55.