Háskólinn á Bifröst býður frumkvöðlum, listamönnum, menningarstjórnendum, kennurum, nemendum og öllum sem áhuga að tileinka sér þekkingu til að efla starfsemi sína á vinnustofu, sem verður í Hjálmakletti í Menntaskólanum í Borgarnesi dagana 30. – 31. maí næstkomandi.
Vinnustofan samanstendur af fimm ólíkum námskeiðum og hefst á morgunverðarhristingi þar sem lögð verður áhersla á tengslamyndun þátttakenda. Í þessari einstöku vinnustofu gefst Vestlendingum tækifæri til að læra af innlendum og erlendum sérfræðingum á ólíkum sviðum. Í vinnustofunni verður meðal annars fjallað um sjálfsmynd út frá búsetu, sameiginleg vörumerki og hvernig hægt er að nýta frásagnarlistina. Einnig verður farið yfir nýjustu leiðir í í stafrænni markaðssetningu. Þá verða fjármögnunarmöguleikar skoðaðir bæði úr innlendum og alþjóðlegum sjóðum.
Vinnustofan er opin öllum Vestlendingum og þátttaka er ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá sig. Hægt er að skrá sig á einstök námskeið eða vinnustofuna í heild. Þátttaka er takmörkuð við 25 einstaklinga á hverju námskeiði.
Verkefnið er unnið í samstarfi við National Academy of Theatre and Film Arts “Kr. Sarafov” í Búlgaríu og er hluti af IN SITU rannsókninni sem skoðar áhrif menningar og skapandi greina á nýsköpun. Vesturland er eitt af sex tilraunasvæðum í Evrópu. Frekari upplýsingar veitir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, annah@bifrost.is, s. 866 7555
SJÁ MEIRA UM VINNUSTOFUNA OG DAGSKRÁ HENNAR
Skráning HÉR