Norræna velferðarmiðstöðin verður með vinnustofu í velferðartækni í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Félagsmálaráðuneytið og Heilbrigðisráðuneytið þann 20 september n.k. Í þessari vinnustofu verða kynnt verkefni á sviði fjarþjónustu sveitarfélaga (Distance spanning solutions in municipalities).
Vinnustofan, sem fer fram á ensku, er ætluð stjórnendum velferðarþjónustu í sveitarfélögum, starfsmönnum sem hafa umsjón með stuðningsþjónustu og þróun úrræða, sveitarstjórnarmönnum og öðrum áhugasömum um velferðartækni.