Fyrir nærri tveimur vikum síðan bárust fréttir af nýjum tillögum ríkisstjórnarinnar að áformum hennar um að hækka veiðigjöld. Tillagan fól í sér hækkun afsláttar af fyrstu tonnum sem hvert skip veiðir ásamt hækkunar á afsláttarmörkunum sjálfum. Rúmum sólarhring síðar bárust fréttir að því að Skatturinn hefði komist að annarri niðurstöðu og nokkuð hærri er varðar veiðigjald á hvert kíló fiskafla. Í nýrri Glefsu er farið yfir möguleg áhrif þeirra breytinga á fiskiskip eftir aflamagni þeirra og það borið saman við samskonar útreikninga í fyrri Glefsu. Niðurstöður útreikninganna benda m.a. til að tillögur ríkisstjórnarinnar hefðu gert hækkun aflaminnstu skipanna hverfandi litla frá núgildandi lögum. En þegar niðurstöðum Skattsins var bætt við varð hækkunin um 40% í stað 80% áður. Glefsuna má finna hér (SMELLIÐ)