Nýverið heimsótti Stefán Eiríksson útvarpsstjóri Vesturland og fundaði með fulltrúum sveitarfélaga og SSV.
Fundurinn fór fram í Hjálmakletti í Borgarnesi, en þar hefur RÚV verið með aðstöðu um árbil. Á fundinum kynnti útvarpsstjóri starfsemi RÚV og drög að nýrri landsbyggðarstefnu.
Í kjölfar kynningarinnar varð góð og gagnleg umræða um starfsemi RÚV á Vesturlandi, en Gísli Einarsson ritstjóri Landans tók einnig þátt í umræðunni.
Í lok fundar heimsóttu fundarmenn starfsstöð RÚV og fengu kynningu á starfseminni hjá Grétu Sigríði Einarsdóttur fréttamanni og Gísla Einarssyni.