Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands

SSVFréttir

Miðvikudaginn 21. janúar var úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands haldin á Hótel Borgarnesi. Uppbyggingarsjóður Vesturlands er samkeppnissjóður sem hefur þann tilgang að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi og er fjármagnaður af Sóknaráætlun Vesturlands.

Sjóðurinn auglýsti eftir umsóknum í október og alls  bárust 94 umsóknir í sjóðinn og umsótt upphæð var 195.938.755

Að þessu sinni var veittur 61 styrkur sem skiptist þannig að veittir voru 14 styrkir til atvinnu-og nýsköpunarverkefna, 44 styrkir til menningarverkefna og þrír stofn- og rekstrarstyrkir. Fjárhæð sem úthlutað var að þessu sinni var 54.340.000.

Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV setti athöfnina og í framhaldinu stýrði Ólöf Guðmundsdóttir afhendingu styrkja í  flokki atvinnu-og nýsköpunarverkefna með aðstoð Jónínu Ernu Arnardóttur, formanni stjórnar Uppbyggingarsjóðs ásamt Hrafnhildi Tryggvadóttur atvinnuráðgjafa SSV. Að þessu sinni hlutu 14 verkefni styrki í þeim flokki að upphæð 19.565.000.

Í framhaldi af úthlutun styrkja í þessum flokki fengu gestir kynningar á tveimur frumkvöðlaverkefnum sem hlutu styrki úr sjóðnum; annars vegar Harmoníu og hins vegar Afskurði til auðs.

Menningarhluti hátíðarinnar hófst á kynningarmyndbandi fyrir Sátuna, þungarokkshátíð í Stykkishólmi og að því loknu tók Sigursteinn Sigurðsson verkefnastjóri menningarmála hjá SSV við og stýrði afhendingu styrkja í flokki menningarverkefna og stofn-og rekstrarstyrkja menningarmála ásamt Jónínu Ernu formanni stjórnar sjóðsins og Páli S. Brynjarssonar framkvæmdastjóra SSV. Að þessu sinni hlutu 44 menningarverkefni styrk að upphæð 31.675.000 og þrjú verkefni hlutu stofn-og rekstrarstyrk að upphæð 3.100.000

Að lokinni afhendingu styrkja, var kynnt sameiginlegt kynningarefni Handraðans – klasa safna, sýninga og setra á Vesturlandi. Sædís Ólöf Þórisdóttir verkefnastjóri Broadstone Network Iceland kynnti verkefni sem er ætlað að miðla vönduðu kynningarefni safna, sýninga og setra í landshlutanum.

Við upphaf og inni í dagskrá var boðið upp á tónlistaratriði og var það Kammerhópur Steinunnar Þorvaldsdóttur sem sá um tónlistina að þessu sinni.

Í lokin var boðið upp á léttar veitingar og spjall um þau fjölmörgu spennandi verkefni sem eru í gangi á Vesturlandi.

Ljósmyndir sem eru í lok þessarar fréttar eru teknar af Steinunni Þorvaldsdóttur.

 

Verkefni sem hlutu styrki:

ATVINNU – OG NÝSKÖPUNARSTYRKIR

 

Verkefni Umsækjandi Tengiliður Upphæð
Bibbís

 

Rakel Ýr Waage Rakel Ýr Waage 500.000
Gamla Læknahúsið Benedikt Jóhannesson Benedikt Jóhannesson 500.000
Skartviður II – Hugvit úr hefð Hafliði Ásgeirsson Hafliði Ásgeirsson 540.000
Bókum heima Eimreiðarfélag Grundarfjarðar ehf. Eimreiðarfélag Grundarfjarðar ehf. 540.000
Rifsvöllur Golfklúbburinn Jökull Þórhalla Hulda Baldursdóttir 650.000
Vinnsla afurða úr hreinu íslensku bývaxi Theddi & Bý ehf. Álfheiður B. Marinósdóttir 720.000
Túngarður – ræktun og framleiðsla tága úr víði Katrín Dröfn Guðmundsdóttir Katrín Dröfn Guðmundsdóttir 900.000
Snæfells Kayak Adventures Halldóra Kristín Unnarsdóttir Halldóra Kristín Unnarsdóttir 1.000.000
Simply Iceland Simply Iceland ehf. Þorvaldur Birgir Arnarsson 1.000.000
Eyrbyggjasaga – Vöruþróun Anok Margmiðlun ehf Anok Margmiðlun ehf 1.500.000
Ulvtran – Sustainable Ulvan for Industry Kristófer Sveinn Arnar Palmer Júlíusson Kristófer Sveinn Arnar Palmer Júlíusson 2.000.000
Ísrót – vinnuheiti Særún Stefánsdóttir Særún Stefánsdóttir 2.215.000
Afskurður til auðs Mundialis ehf. Mundialis ehf. 3.000.000
Harmonía – Samhljómur tónlistarkennslu Nashville ehf. Birgir Þórisson 4.500.000

MENNINGARSTYRKIR

Verkefni Umsækjandi Tengiliður Upphæð
Tal&Tónar Huldar ehf. Huldar ehf. 200.000
Jazzhrekkur á Hræðilegri helgi í Hólminum Ingibjörg Fríða Helgadóttir Ingibjörg Fríða Helgadóttir 200.000
Klappleikir með Sigga&Ingibjörgu Sigurður Ingi Einarsson Sigurður Ingi Einarsson 200.000
Köttur úti í mýri – barnabókahátíð Guðrún Lilja Magnúsdóttir Guðrún Lilja Magnúsdóttir 200.000
Keltnesk hljóð Félag nýrra Íslendinga Félag nýrra Íslendinga 200.000
Vinnuheiti: Sögur af Breiðinni og Pörtunum. Guðbjörg Sæunn Árnadóttir Guðbjörg Sæunn Árnadóttir 250.000
Rætur Framtíðar- Pathways to Transformation Sveppasmiðja ehf. Cristina Isabelle Cotofana 250.000
Heima í Hólmi 2026 Hjördís Pálsdóttir Hjördís Pálsdóttir 300.000
Er líða fer að jólum Jón Egill Jóhannsson Jón Egill Jóhannsson 400.000
Sýning um verslunarsögu Ólafsvík Hollvinafélag Pakkhússins Hollvinafélag Pakkhússins 500.000
SLITNIR STRENGIR – ENDURKOMAN Þjóðlagasveit TOSKA, félag Skúli Ragnar Skúlason 500.000
Íslensku jólasveinarnir eru úr Dölunum Kruss menningarsmiðja ehf. Kruss menningarsmiðja ehf. 500.000
Álfaleiði Heiður Hörn Hjartardóttir Heiður Hörn Hjartardóttir 500.000
Viðburðarröð sundlaugarinnar að Hlöðum í Hvalfirði 1214 sf. 1214 sf. 500.000
Krónískur – uppistandssýning Gísli Einarsson Gísli Einarsson 500.000
Leir eða leðja – tilraunagleði á Eiríksstöðum History Up Close ehf. History Up Close ehf. 500.000
Framtíðin í blæstri Lúðrasveit Stykkishólms Anna Margrét Ólafsdóttir 500.000
Fólkið í Norska húsinu – Árni Thorlacius og fjölsk Anna Sigríður Melsteð Anna Sigríður Melsteð 500.000
Hönnun sýnigarðs hjá Landbúnaðarsafni Landbúnaðarsafn Íslands ses Anna Heiða Baldursdóttir 500.000

 

Menningararfur í nútímanum og Skotthúfan Sveitarfélagið Stykkishólmur Hjördís Pálsdóttir 500.000
Sumartónleikar Hallgrímskirkju, Saurbæ Sumartónleikar Hallgrímskirkju, Saurbæ Jósep Gíslason 500.000
Jesus Christ Superstar – tónleikar Kór Akraneskirkju Eydís Líndal Finnbogadóttir 500.000
Lillo Hardcorefest 2026 Bergur Líndal Guðnason Bergur Líndal Guðnason 500.000
Fjársjóðir Fellsstrandar La Dolce Vita ehf. Sigríður Hrund Pétursdóttir 500.000
Málsháttaspil Huldar ehf. Huldar ehf. 525.000
Jólahátíð Hljómlistarfélags Borgarfjarðar í 10 ár Hljómlistarfélag Borgarfjarðar Hljómlistarfélag Borgarfjarðar 600.000
Tónlistardagskrá Bohéme 2026 Menningarfélagið Bohéme Menningarfélagið Bohéme 750.000
Páll: Festival and Marketing Strategy Paula Zima Paula Zima 750.000
Umhverfislist í Brekkuskógi Breiðfirðingafélagið Sigurbjörn Einarsson 750.000
Júlíana – hátíð sögu og bóka í Stykkishólmi Júlíana, félagasamtök Júlíana, félagasamtök 750.000
Sendiherrar Snæfellsness – UNESCO vistvangs. Svæðisgarður Snæfellsness ses Hlédís H. Sveinsdóttir 750.000
Ég er ok. Aðalgeir Gestur Vignisson Agnea motion pictures ehf. 1.000.000
115 ár Lionsklúbbur Ólafsvíkur Hilmar Már Arason 1.000.000
KALMAN – Tónlistarfélag Akraness Kalman – listafélag Kalman – listafélag 1.000.000
WIFT Íslandi – Ráðstefna WIFT á Íslandi, félag WIFT á Íslandi, félag 1.000.000
Sýningarhald á Byggðasafninu í Görðum Byggðasafnið í Görðum Vera Líndal Guðnadóttir 1.000.000
Menningardagskrá að Nýp, sýning, málþing, smiðjur Penna sf. Penna sf. 1.200.000
Sirkuslestin: sirkussýningin Shjówmenn og smiðjur Hringleikur – sirkuslistafélag Eyrún Ævarsdóttir 1.200.000
Uppbygging ferðamannastaðar á Dagverðarnesi. Hollvinafélag Dagverðarneskirkju Sigurður Rúnar Friðjónsson 1.200.000
Baðstofulíf – ný grunnsýning Safnahús Borgarfjarðar Þórunn Kjartansdóttir 1.500.000
Menningarviðburðir í Landnámssetri Landnámssetur Íslands ehf. Landnámssetur Íslands ehf. 1.500.000
Reykholtshátíð 2026 Sigurður Bjarki Gunnarsson Sigurður Bjarki Gunnarsson 1.500.000
Þróun Snorrastofu í kjölfar afmælisárs Snorrastofa í Reykholti Snorrastofa í Reykholti 1.500.000
Sátan 2026 Glapræði ehf Gísli Sigmundsson 2.500.000

STOFN- OG REKSTRARSTYRKIR TIL MENNINGARVERKEFNA

Verkefni Umsækjandi Tengiliður Upphæð
Sjóminjasafnið á Hellissandi Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum 700.000
Rekstur Eiríksstaða History Up Close ehf. History Up Close ehf. 1.200.000
Vetraropnun sýninga Landnámssetur Íslands ehf. Landnámssetur Íslands ehf. 1.200.000