Upptakturinn – Lokakall

SSVFréttir

Þekkir þú skapandi ungmenni í 5.- 10. bekk sem gætu lumað á lögum fyrir Upptaktinn 2025?

Nú er lag því enn er opið fyrir umsóknir. Þau lög sem dómnefnd velur úr umsóknum taka þátt í tónlistarsmiðju og vinna að útsetningum undir leiðsögn nemenda tónsmíðadeildar LHÍ.

 

Lögin eru flutt af fagfólki á glæsilegum tónleikum í Norðurljósasal Hörpu þann 11. apríl kl. 17.00.

Umsóknarfrestur er til 21. febrúar og eru áhugasamir hvattir til að sækja um.

Hér í tenglinum er uppskera Upptaktsins frá því í fyrra þar sem má fræðast meira um verkefnið og afrakstur þess: Lokatónleikar í Hörpu.