Uppbyggingarsjóður Vesturlands úthlutar rúmlega 46 milljónum

SSVFréttir

Föstudaginn 12. janúar veitti Uppbyggingarsjóður Vesturlands styrki til 75 verkefna . Heildarupphæð styrkja nam 46.400.000 króna. Þetta er tíunda árið sem sjóðurinn úthlutar styrkjum til annars vegar menningarverkefna og hins vegar atvinnu- og nýsköpunarverkefna en sjóðurinn er hluti af Sóknaráætlun Vesturlands.

Að þessu sinni var úthlutunarhátíðin haldin í Hjálmakletti Borgarnesi og mættu rúmlega 120 manns. Páll S. Brynjarsson framkvæmdarstjóri SSV opnaði hátíðina og var kynnir. Dagskráin var fjölbreytt en auk styrkveitinga kynnti Ingibjörg Þóranna Steinudóttir verkefnið sitt “Urður Ullarvinnsla” sem hlaut veglegan styrk í ár. Þá steig á stokk söng- og leikkonan Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og flutti tónlistaratriði en hún hlaut janframt styrk í sviðlistaverkefnið sitt sem hún nefnir „Óður til móður“.  Í lokin var boðið upp á léttar veitingar og hátíðargestir tóku spjallið um menningu og atvinnulíf. Ólöf Guðmundsdóttir atvinnuráðgjafi kynnti úthlutunanir í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna og Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúa kynnti úthlutunanir í flokki menningarverkefna. Þá afhenti Helena Guttormsdóttir formaður úthlutunarnefndar styrkina ásamt því að loka hátíðinni.

Alls bárust 126 umsóknir, veittir voru styrkir til 75 verkefna en í heildina var sótt um samanlagt um rúmlega 190 mkr.

Þetta var fyrri úthlutun ársins en síðsumars verður aftur opnað fyrir umsóknir í flokki atvinnu- og nýsköpunarstyrkja.  Að þessu sinni hlutu 13 verkefni styrki til atvinnuþróunar, alls 13.200.000 kr. Í flokki menningarverkefna hutu 56 verkefni styrki sem námu 27.450.000 kr. og þá voru veittar 5.750.000 kr. til 6 stofn- og rekstrarverkefna á sviði menningar.

Það er áhugavert að sjá hve mikil gróska er í atvinnu- og menningarlífi á Vesturlandi með öllum þessum fjölda umsókna og það er óhætt að segja að mörg áhugaverð og flott verkefni eru komin í gang eða í farvatninu.

Myndir af hátíðinni má sjá á Facebook síðu SSV

Hér má sjá hvaða verkefni hlutu styrk:

ATVINNU- OG NÝSKÖPUNARSTYRKIR
Verkefni Umsækjandi Verkefnastjóri Upphæð
Fullvinnsla og afurðaþróun Sjávargróðurs Íslensk bláskel og sjávargróður ehf Símon Már Sturluson 3.000.000
Urður Ullarvinnsla Rauðbarði ehf. Ingibjörg Þóranna Steinudóttir 2.000.000
Laugardalur í allri sinni dýrð Dalahyttur ehf. Guðrún Björg Bragadóttir 1.500.000
Dalahvítlaukur Svarthamar Vestur ehf. Þórunn M J H Ólafsdóttir 1.000.000
Skýjabrú Skývafnir ehf. Jón Orri Kristjánsson 1.000.000
Gagnadrifnar ákvarðanir um fræðslu og þjálfun starfsfólks Effect ehf. Eva Karen Þórðardóttir 1.000.000
Hop on Ho off Snæfellsnes Adventure ehf. Einar Sveinn Ólafsson 750.000
Birta iðjuþjálfun Dagbjört Birgisdóttir Dagbjört Birgisdóttir 600.000
Greining á tækifærum í ferðaþjónustu á Mýrunum Mundialis ehf. Eyrún Eyþórsdóttir 600.000
Slow tourism og hópefli í ferðaþjónustu á Snæfellsnesi Lóuferðir ehf. Sigríður Ólöf Sigurðardóttir 600.000
Óskaganga Óskastundir slf. Jóhanna Kristín Hjartardóttir 500.000
Blálilju vín Bjargarsteinn ehf. Guðbrandur G Garðarsson 400.000
Viðbót við starfandi fyrirtæki Blossi ehf. Ingibjörg Sigurðardóttir 250.000
Samtals: 13.200.000
MENNINGARSTYRKIR
Verkefni Umsækjandi Verkefnastjóri Upphæð
IceDocs / Iceland Documentary Film Festival Docfest ehf. Ingibjörg Halldórsdóttir 2.200.000
Sátan Glapræði ehf. Gísli Sigmundsson 1.000.000
TeneRif – Listahátíð The Freezer ehf. Kári Viðarsson 1.000.000
Í kirkjugarði Muninn kvikmyndagerð ehf. Heiðar Mar Björnsson 1.000.000
Past in flames – Eldhátíð á Eiríksstöðum History Up Close ehf. Bjarnheiður Jóhannsdóttir 1.000.000
Borgarnes – Bara Djók Landnámssetur Íslands ehf. Helga Margrét Friðriksdóttir 1.000.000
Sýningarhönnun Landbúnaðarsafn Íslands ses Anna Heiða Baldursdóttir 900.000
Reykholtshátíð 2024 Sigurður Bjarki Gunnarsson Sigurður Bjarki Gunnarsson 800.000
Umbrotafærð Skúmaskot Films ehf. Ríkey Konráðsdóttir 750.000
Á huldu / Clandestine Búdrýgindi ehf. Guðni Páll Sæmundsson 700.000
Veiðisögur í Landbúnaðarsafni Landbúnaðarsafn Íslands ses Anna Heiða Baldursdóttir 600.000
Skaginn syngur inn jólin 2024 Eigið fé ehf. Hlédís H. Sveinsdóttir 500.000
Menningarstrætó Listfélag Akraness Lára Jóhanna Magnúsdóttir 500.000
Hringiða Listfélag Akraness Erna Hafnes Magnúsdóttir 500.000
Litla Listasmiðjan Heiðrún Jensdóttir Heiðrún Jensdóttir 500.000
Þjóðahátið Vesturlands / Festival of Nations – West Iceland Félag nýrra Íslendinga Malini Elavazhagan 500.000
Hinseginhátíð Vesturlands 2024 Hinsegin Vesturland, félagasamtök Bjargey Anna Guðbrandsdóttir 500.000
Himinbjörg listhús, 3 Veggir listrými – sýningarhald Bjarni Sigurbjörnsson Bjarni Sigurbjörnsson 500.000
Gjörningatríó Kruss ehf. Þorgrímur E Guðbjartsson 500.000
Listaverk vegna 70 ára afmælis Kvenfélags Ólafsvíkur Kvenfélag Ólafsvíkur Steiney Kristín Ólafsdóttir 500.000
Hvalurinn Olena Sheptytska Olena Sheptytska 500.000
Kalman – listafélag Kalman – listafélag Björg Þórhallsdóttir 500.000
Fyrirlestrar og viðburðir 2024 Snorrastofa Bergur Þorgeirsson 500.000
Blúshátíð í Borgarnesi, Brúarblús Örvar Bessason Örvar Bessason 400.000
Listviðburðir í Dalíu D9 ehf. Leifur Steinn Elísson 400.000
Sumartónleikar Hallgrímskirkju Saurbæ Sumartónleikar Hallgrímskirkju í Saurbæ Jósep Gíslason 400.000
Líf og list í Safnahúsi Borgarfjarðar Borgarbyggð Þórunn Kjartansdóttir 400.000
Tónleikar í Grundarfjarðarkirkju Listvinafélag Grundarfjarðarkirkju Linda María Nielsen 400.000
Menningardagskrá Nýp; Málþing, sýning, kynning á verkstæði Penna sf. Sumarliði R Ísleifsson 400.000
Minningarsteinn um Hallgrím og Guðríði Margrét Bóasdóttir Margrét Bóasdóttir 400.000
Menningardagskrá Landnámssetur Íslands ehf. Kjartan Ragnarsson 400.000
Eyrbyggjasaga Myndrefill á Snæfellsnesi Eyrbyggjasögufélag Anna Sigríður Melsteð 400.000
List í safnahúsum Byggðasafnið í Görðum Sara Hjördís Blöndal 400.000
Júlíana hátíð sögu og bóka í Stykkishólmi Júlíana, félagasamtök Gréta Sig Bjargardóttir 400.000
Bergmál-Echo Jökulhús ehf. Elva J Thomsen Hreiðarsdóttir 400.000
Lífið, alheimurinn og allt saman //  Life, the universe and Tinna Rós Þorsteinsdóttir Sara Hjördís Blöndal 400.000
Jólahátíð Hljómlistarfélags Borgarfjarðar 2024 Hljómlistarfélag Borgarfjarðar Þóra Sif Svansdóttir 350.000
List og Lyst á Varmalandi Hollvinafélag Varmalands Vilhjálmur Hjörleifsson 350.000
Írskar og Keltneskar perlur Menningarfélagið Bohéme Hanna Þóra Guðbrandsdóttir 300.000
Íslensk strandmenning – staða hennar og framtíð Vitafélagið – Íslensk strandmenning Sigurbjörg Árnadóttir 300.000
List fyrir alla – Listhandverk í Borgarneskirkju Katrín Jóhannesdóttir Katrín Jóhannesdóttir 300.000
Litbrigðafjöld í sauðfé í Lundarreykjadal Anna Guðrún Torfadóttir Anna Guðrún Torfadóttir 300.000
Gamla Pakkhúsið í Ólafsvík Hollvinafélag Pakkhússins Ólafsvík Jenný Guðmundsdóttir 300.000
Menningardagskrá í Vatnasafni 2024 Sveitarfélagið Stykkishólmur Hjördís Pálsdóttir 300.000
RÝMI – X Creatrix ehf. Signý Óskarsdóttir 300.000
Er líða fer að jólum 2024 Alexandra Rut Jónsdóttir Alexandra Rut Jónsdóttir 300.000
Óður til móður Sigríður Ásta Olgeirsdóttir Sigríður Ásta Olgeirsdóttir 300.000
Tónlistarheimsóknir á Vesturlandi Smiðjuloftið ehf. Valgerður Jónsdóttir 250.000
„Kellingar skoða skólahald“ Guðbjörg Sæunn Árnadóttir Guðbjörg Sæunn Árnadóttir 250.000
Skotthúfan 2024 Sveitarfélagið Stykkishólmur Hjördís Pálsdóttir 250.000
Wanted To Tell You Guðbrandur Örn Úlfarsson Guðbrandur Örn Úlfarsson 200.000
Òran Mór Celtic Music Concert Félag nýrra Íslendinga Pauline McCarthy 200.000
Söngvar að heiman – songs from home Kristín Einarsdóttir Mantyla Sigrún Björk Sævarsdóttir 200.000
Orgel- og sópranperlur tónbókmenntanna Ásta Marý Stefánsdóttir Ásta Marý Stefánsdóttir 200.000
Hlaðvarp Hlöðuberg Hein ehf. Ævar Kjartansson 200.000
Mót  5 kóra á Akranesi þann 2o.apríl 2024 Félag eldri borgara Akraness og nágrennis Rögnvaldur Einarsson 150.000
Samtals: 27.450.000
STOFN- OG REKSTRARSTYRKIR MENNINGAR
Verkefni Umsækjandi Verkefnastjóri Upphæð
Sjóminjasafnið á Hellissandi Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum Þóra Olsen 1.000.000
Frystiklefinn – Menningarmiðstöð. The Freezer ehf. Kári Viðarsson 1.000.000
Eiríksstaðir rekstur 2024 History Up Close ehf. Bjarnheiður Jóhannsdóttir 1.000.000
Rekstur Vínlandsseturs 2024 Vínlandssetur ehf. Anna Sigríður Grétarsdóttir 1.000.000
Verkstæðið menningarrými Verkstæðið menningarfélag sf. Sara Hjördís Blöndal 1.000.000
Vetraropnun sýninga Landnámssetur Íslands ehf. Helga Margrét Friðriksdóttir 750.000
Samtals: 5.750.000