Uppbyggingarsjóður Vesturlands úthlutar 48. milljónum

SSVFréttir

Föstudaginn 20. janúar veitti Uppbyggingarsjóður Vesturlands styrki til verkefna sem efla munu atvinnuþróun og menningu í landshlutanum. Heildarupphæð styrkja nam 48.080.000 króna. Þetta er níunda árið sem sjóðurinn úthlutar styrkjum til annars vegar menningarverkefna og hins vegar atvinnu- og nýsköpunarverkefna í samræmi við Sóknaráætlun Vesturlands.

Úthlutunarhátíðin var haldin á Breið nýsköpunarsetri á Akranesi og var gríðarlega góð mæting þó svo að veður og færð hafi truflað nokkuð þar sem flestir styrkhafar frá Snæfellsnesi komust ekki vegna lokana á vegum. Undanfarin tvö ár hefur stærri úthlutun sjóðsins farið fram á netinu eingöngu vegna heimsfaraldursins og því var einstaklega ánægjulegt að koma saman og hitta alla þá frjóu og öflugu Vestlendinga sem hlutu styrki í ár. Páll S. Brynjarsson framkvæmdarstjóri SSV opnaði hátíðina  og var dagskráin þéttskipuð en ásamt því að veita styrki var kynnig á verkefninu “Dalahvítlaukur”, Gísli Einarsson steig á stokk og fór með part úr sýningunni sinni “Ferðabók Gísla Einarssonar” sem er nú í sýningu í Landnámssetrinu og hlaut styrk frá sjóðnum í fyrra. Þá var tónlistaratriði frá Smiðjuloftinu og kynning á InSitu verkefninu sem er í höndum Rannsóknarseturs skapandi greina á Bifröst. Í lokin var boðið upp á léttar veitingar og hátíðargestir tóku spjallið um menningu og atvinnulíf. Kynnir á úthlutunarhátíðinni var Svala Svavarsdóttir verkefnastjóri Uppbyggingarsjóðs, Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi kynnti úthlutunanir í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna og Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúa kynnti úthlutunanir í flokki menningarverkefna. Þá afhenti Helena Guttormsdóttir formaður úthlutunarnefndar styrkina ásamt Ólöfu Guðmundsdóttur atvinnuráðgjafa og Guðveig Eyglóardóttir formaður SSV sleit hátíðinni.

Alls bárust 121 umsókn, veittir voru styrkir til 81 verkefnis en í heildina var sótt um samanlagt um rúmlega 172 mkr.

Þetta var fyrri úthlutun ársins en síðsumars verður aftur opnað fyrir umsóknir í flokki atvinnu- og nýsköpunarstyrkja.  Að þessu sinni hlutu 57 verkefni á sviði menningar styrki sem námu 27.450.000 kr. , 19 verkefni hlutu styrki til atvinnuþróunar upp á alls 15.880.000 kr. og þá voru veittar 4.750.000 kr. til 5 stofn- og rekstrarverkefna á sviði menningar.

Mikill fjölbreytileiki er í verkefnunum og í atvinnu- og nýsköpunarumsóknum voru flestar umsóknir í flokki matvæla og ferðaþjónustu en einnig komu umsóknir í flokki líftækni, landbúnaðar ásamt verslun og þjónustu. Áfram er mikill kraftur og frjó hugsun hjá listafólki og þeim sem starfa í menningartengdum greinum sem mun efla menningu á Vesturlandi.

Hér má sjá hvaða verkefni hlutu styrk:

 

ATVINNU- OG NÝSKÖPUNARSTYRKIR
Verkefni Umsækjandi Verkefnastjóri Upphæð
Nýting Grjótkrabba, framleiðsla á soði Hrafnasteinar ehf. Þröstur Ingi Auðunsson 200.000
Kaffibrennslan Valeria heimsækir Kólombíu Kanpo Ísland ehf. Marta Magnúsdóttir 300.000
Hoppað í Atlantshafið (Hoppland) Hoppland ehf. Konráð Gunnar Gottliebsson 400.000
Climbing Iceland – markaðssetning klifurferða Smiðjuloftið ehf. Þórður Sævarsson 400.000
Borgarfjarðarbraut Ferðafélag Borgarfjarðarhrepps Gísli Einarsson 500.000
Urður Ullarvinnsla Ingibjörg Þóranna Steinudóttir Ingibjörg Þóranna Steinudóttir 500.000
Töfrar Breiðafjarðar Sjávarborg ehf. Skarphéðinn Berg Steinarsson 600.000
Metabolic Borgarnesi Metabolic Borgarnesi ehf. Bryndís Birgisdóttir 600.000
Nord organic food fair 2022 Kaja Organic ehf. Karen Emilía Jónsdóttir 630.000
Veislubollur – pinnamatur Skagafiskur ehf. Jónheiður Gunnbjörnsdóttir 750.000
Growing mushrooms in greenhouses – a new crop for the future Cristina Isabelle Cotofana Cristina Isabelle Cotofana 1.000.000
Frumathugun vegna rannsóknastöðvar um kolefnisbindingu Transition Labs ehf. Jóhann Þorvaldur Bergþórsson 1.000.000
Breið líftæknismiðja Breið líftæknismiðja ehf. Þórður Bergsson 1.000.000
La Brújería Alexandra Dögg Sigurðardóttir Alexandra Dögg Sigurðardóttir 1.200.000
Umhverfisvænni og heilbrigðari landbúnaður með hjálp Bokashi Anna Berglind Halldórsdóttir & Ólafur Bragi Halldórsson Anna Berglind Halldórsdóttir 1.250.000
uppskera á bláskel í Hvammssfirði. Hvammsskel ehf Baldur Þórir Gíslason 1.250.000
Dalahvítlaukur Svarthamar Vestur ehf. Þórunn Margrét Ólafsdóttir 1.300.000
Skordýr sem fóður og framtíðarfæða Landbúnaðarháskóli Íslands Ragnheiður I Þórarinsdóttir 1.500.000
Vinnsla á grjótkrabba á Akranesi North Marine Ingredients ehf. Þórður Bergsson 1.500.000
Samtals: 15.880.000
MENNINGARSTYRKIR
Verkefni Umsækjandi Verkefnastjóri Upphæð
Söguskilti í Ólafsvík Skógræktarfélag Ólafsvíkur Vagn Ingólfsson 200.000
Sex viðburðir i í Gestastofu Snæfellsness Svæðisgarður Snæfellsness ses. Ragnhildur Sigurðardóttir 200.000
Ljósmyndasafn Júlíusar Axelssonar Borgarbyggð Jóhanna Skúladóttir 200.000
Konudagstónleikar Katrín Valdís Hjartardóttir Katrín Valdís Hjartardóttir 200.000
Tónleikar með lögum Jónasar Árnasonar Karlakórinn Svanir Valgerður Jónsdóttir 200.000
Heimatónleikar í Stykkishólmi 2023 Hjördís Pálsdóttir Hjördís Pálsdóttir 200.000
Trillukallakór Bíóbúgí ehf. Rut Sigurðardóttir 200.000
Tónlistarheimsóknir á Vesturlandi Smiðjuloftið ehf. Valgerður Jónsdóttir 200.000
Vortónleikar 2023 Rakel Birgisdóttir Sylvía Rún Guðnýjardóttir 200.000
„Kellingar í verslun“ Guðbjörg Sæunn Árnadóttir Guðbjörg Sæunn Árnadóttir 250.000
Þyrlurokk 90 Rokkland ehf. Ólafur Páll S Gunnarsson 250.000
Skotthúfan 2023 Stykkishólmsbær Hjördís Pálsdóttir 250.000
VETRAR SÝNINGAR Í LISTHÚSINU 2022 Michelle Lynn Bird Michelle Lynn Bird 250.000
Íslensk sönglög að vori Kór Akraneskirkju Rún Halldórsdóttir 250.000
Menningardagskrá Safnahúss Borgarfjarðar Borgarbyggð Þórunn Kjartansdóttir 300.000
Dietrich Sigríður Ásta Olgeirsdóttir Sigríður Ásta Olgeirsdóttir 300.000
Menningardagskrá í Norska húsinu 2023 Stykkishólmsbær Hjördís Pálsdóttir 300.000
Gamla Pakkhúsið í Ólafsvík Hollvinafélag Pakkhússins Ólafsvík Jenný Guðmundsdóttir 300.000
Árstíðirnar Lúðvík Karlsson Lúðvík Karlsson 300.000
Hljóðupptökur á tónlist karlakórsins Heiðbjartar Karlakórinn Heiðbjört Kristján Þórðarson 300.000
Listviðburðir í Dalíu D9 ehf. Leifur Steinn Elísson 300.000
Heima – Upptökur á sönglögum eftir íslenskar konur Hanna Ágústa Olgeirsdóttir Hanna Ágústa Olgeirsdóttir 300.000
List og Lyst á Varmalandi Hollvinafélag Varmalands Vilhjálmur Hjörleifsson 350.000
Sögurstaðurinn Álftártunga Oddaholt ehf. Svanhildur Björk Svansdóttir 350.000
Er líða fer að jólum 2023 Alexandra Rut Jónsdóttir Alexandra Rut Jónsdóttir 350.000
Sælusumrin löng Anna Þórhildur Gunnarsdóttir Anna Þórhildur Gunnarsdóttir 350.000
uppsetning á Leikverki Leikklúbbur Laxdæla Þorgrímur E Guðbjartsson 400.000
Uppbygging á Englandi Ferðafélag Borgarfjarðarhrepps Gísli Einarsson 400.000
Listasafn Dalasýslu 30 ára Byggðasafn Dalamanna Kristján Sturluson 400.000
Falið afl myndlistarsýning Smári Hrafn Jónsson Smári Hrafn Jónsson 400.000
Sumartónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ, Hvalfjarðarströnd Sumartónleikar Hallgrímskirkju í Saurbæ Jósep Gíslason 400.000
Jólasöngdætur Akraness Menningarfélagið Bohéme Hanna Þóra Guðbrandsdóttir 400.000
Komum saman / Let´s Come Together Alicja Chajewska Alicja Chajewska 500.000
Viðburðir í Landnámssetrinu Landnámssetur Íslands ehf. Kjartan Ragnarsson 500.000
Ólafsdalshátíð 2023 Ólafsdalsfélagið Rögnvaldur Guðmundsson 500.000
Júlíana hátíð sögu og bóka Júlíana, félagasamtök Gréta Sig Bjargardóttir 500.000
Þjóðahátið Vesturlands / Festival of Nations Félag nýrra Íslendinga Malini Elavazhagan 500.000
Frostbiter: Icelandic Horror Film Festival Lovísa Lára Halldórsdóttir Lovísa Lára Halldórsdóttir 500.000
„Hér er mitt Frón“ –  Heimildamynd Arthur Björgvin Bollason Arthur Björgvin Bollason 500.000
Landbúnaður í gegnum safn og skóla Landbúnaðarsafn Íslands ses Anna Heiða Baldursdóttir 500.000
Örnefnasjá Hollvinafélag Varmalands Vilhjálmur Hjörleifsson 500.000
Saga Þórsnesinga, Eyrbyggja og Álftfirðinga Örnefnaskrá Anok Margmiðlun ehf Anna Sigríður Melsteð 500.000
Jólatónleikar Hljómlistarfélags Borgarfjarðar 2023 Hljómlistarfélag Borgarfjarðar Þóra Sif Svansdóttir 500.000
Skaginn syngur inn jólin 2023 Eigið fé ehf. Hlédís H. Sveinsdóttir 500.000
Söfnun munnlegra heimilda – Saga laxveiði í Borgarfirði Landbúnaðarsafn Íslands ses Anna Heiða Baldursdóttir 600.000
HEIMA-SKAGI 2023 Rokkland ehf. Ólafur Páll S Gunnarsson 600.000
Kalman – listafélag Kalman – listafélag Björg Þórhallsdóttir 600.000
Fyrirlestrar og viðburðir 2023 Snorrastofa Bergur Þorgeirsson 700.000
Kona að strokka, Rjómabúið Erpsstöðum Þorgrímur E Guðbjartsson 700.000
Anima Mea – Stuttmynd Hanna Ágústa Olgeirsdóttir Hanna Ágústa Olgeirsdóttir 750.000
Tilraunafornleifahátíð á Eiríksstöðum Iceland Up Close ehf. Bjarnheiður Jóhannsdóttir 750.000
Hinseginhátíð Vesturlands Hinsegin Vesturland, félagasamtök Bjargey Anna Guðbrandsdóttir 800.000
Listin að lifa Muninn kvikmyndagerð ehf. Heiðar Mar Björnsson 800.000
Reykholtshátíð 2023 Sigurður Bjarki Gunnarsson & Þórunn Ósk Marínósdóttir Sigurður Bjarki Gunnarsson 900.000
Listaverk vegna 70 ára afmælis Kvenfélags Ólafsvíkur Kvenfélag Ólafsvíkur Steiney Kristín Ólafsdóttir 1.000.000
Skrímsla safarí: Skúlptúr-, fræðslu- og skemmtigarður The Freezer ehf. Kári Viðarsson 1.500.000
IceDocs / Iceland Documentary Film Festival Docfest ehf. Ingibjörg Halldórsdóttir 2.500.000
Samtals: 27.450.000
STOFN- OG REKSTRARSTYRKIR MENNINGAR
Verkefni Umsækjandi Verkefnastjóri Upphæð
Vetraropnun sýninga Landnámssetur Íslands ehf. Helga Margrét Friðriksdóttir 750.000
Sjóminjasafnið á Hellissandi Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum Þóra Olsen 1.000.000
Rekstur Vínlandsseturs 2023 Vínlandssetur ehf. Bjarnheiður Jóhannsdóttir 1.000.000
Rekstur Eiríksstaða 2023 Iceland Up Close ehf. Bjarnheiður Jóhannsdóttir 1.000.000
Eyrbyggjasögusetur 2. áfangi – Hönnunferli Eyrbyggjasögufélag Anna Sigríður Melsteð 1.000.000
Samtals: 4.750.000
HEILDARÚTHLUTUN:  48.080.000