Unnið að nýrri Sóknaráætlun 2025-2029

SSVFréttir

Páll og Hrafnkell undirrita samninginn

 

Nú stendur yfir vinna við nýja Sóknaráætlun Vesturlands sem mun gilda frá 2025-2029.
Nýverið undirrituðu Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV og Hrafnkell Proppé eigandi Úrbana undir samning þess efnis að ráðgjafateymi Úrbana ynnu með SSV að nýrri sóknaráætlun.

Sóknaráætlanir landshluta eru stefnumótandi áætlanir sem fela í sér stöðumat, framtíðarsýn, markmið og aðgerðir og eru þær unnar í víðtæku samráði heimamanna með aðkomu sveitarstjórnarfulltrúa, íbúa og ýmissa annarra hagaðila.  Áhersluverkefni og verkefni styrkt af uppbyggingarsjóðum taka mið af áherslum sóknaráætlunar í hverjum landshluta.  Byggðastofnun og stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál bera ábyrgð á mati á framvindu sóknaráætlana og eftirliti með fjárreiðum þeirra.

Starfsfólk SSV og Hrafnkell og Héðinn frá Úrbana