Ungmenni á Vesturlandi þinga á Snæfellsnesi

SSVFréttir

Ungmennaþing Vesturlands fer fram nú um helgina í Lýsuhólsskóla á Snæfellsnesi. Ungmenni allstaðar að af Vesturlandi koma saman og ræða málefni sem brenna á ungu fólki sem býr í landshlutanum. Umræðuefnin verða fjölbreytt og má þar nefna samgöngumál, búsetu ungs fólks, félagsstarf unglinga, sálfræðiþjónustu og svona má lengi telja. Jafnframt er frambjóðendum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar boðnir að taka þátt í málstofu og svara spurningum þátttakenda á þinginu.

Ungmennaþing Vesturlands átti að fara fram hautsið 2021 en var frestað til vors 2022 vegna samkomutakmarkana Covid19. Verkefnið er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands og styður þannig við eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. SSV fól tómstunda- og frístundasviði Akraneskaupsstaðar að annast utanumhald og skipulag ungmennaþings og er verkefnastjóri Ívar Orri Kristjánsson í samstarfi við Sigurstein Sigurðsson velferðafulltrúa SSV.