Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið styður við verkefnið „Flokkun í anda hringrásarhagkerfisins“

SSVFréttir

Nýverið gengu SSV og umhverfis, orku og loftlagsráðuneytið frá samningi um stuðning ráðuneytisins við verkefnið Flokkun í anda hringrásarhagkerfisins sem er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands, en ráðuneytið leggur verkefninu til kr.10.000.000.-  Tilgangurinn með verkefninu er að draga verulega úr því magni úrgangs sem fer til förgunar hjá aðilum á Vesturlandi og bæta þar með nýtingu auðlinda, m.a. með hliðsjón af þeim breytingum á lögum um meðhöndlun úrgangs sem tóku gildi nú í upphafi árs 2023.  Lögð verður megináhersla á að greina tækifæri til að bæta úrgangsstjórnun hjá fyrirtækjum á svæðinu.

SSV hefur í kjölfarið gert samning við Umhverfisráðgjöf Íslands á Hvanneyri um að stýra verkefninu, en auk þess mun fyrirtækið veita sveitarfélögum á Vesturlandi ráðgjöf um innleiðingu nýrra lausna í flokkun og meðhöndlun úrgangs, gjaldtöku o.fl. til samræmis við áherslur hringrásarhagkerfisins og nýjustu breytingar á úrgangslöggjöfinni.