Tónlistarmiðstöð í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi stendur fyrir fræðsluviðburði í Tónlistarskólanum á Akranesi mánudaginn 7. október kl. 17.00.
Á viðburðinum kynna María Rut, framkvæmdastjóri, og Anna Rut, verkefnastjóri hjá Tónlistarmiðstöð, starfsemi miðstöðvarinnar og þann stuðning sem tónlistarfólk og aðrir sem starfa í íslenskum tónlistargeira geta nýtt sér. Meðal annars verður fjallað um hlutverk Tónlistarmiðstöðvar við að efla og kynna íslenska tónlist, tengsl við erlenda markaði og þá ráðgjöf sem í boði er.
Einnig verður farið yfir endurgreiðslur vegna hljóðritunar, nýjan upptökustuðning og efldan Tónlistarsjóð sem veitir styrki til tónlistarverkefna með það að markmiði að styðja við útgáfu, flutning og kynningu á íslenskri tónlist heima og erlendis.
Við hvetjum allt tónlistarfólk á Vesturlandi til að nýta sér þetta tækifæri til fræðslu og ráðgjafar sérfræðinga Tónlistarmiðstöðvar.