Á síðasta ári kom út skýrsla sem Blámi vann í samstarfi við Gleipni og SSV um orkumál. Markmiðið með skýrslunni var að veita heildstætt yfirlit á tækifærum til umbóta á sviði orkumála, með sérstakri áherslu á að tryggja raforkuöryggi, bæta orkunýtingu og lækka orkukostnað fyrir íbúa á þeim svæðum sem flokkast sem rafkynnt svæði á Vesturlandi.
Starfsfólk Bláma hélt nýverið kynningarfund um efni skýrslunnar fyrir sveitarstjórnarfólk á Vesturlandi. Hér má nálgast skýrsluna sem og kynninguna sem höfundar voru með á fundinum.
Kynning á skýrslu um Orkumál á köldum svæðum
Blami-Orkumal-a-koldum-svaedum.pdf