Tækifæri fyrir tónlistarhátíðir á Vesturlandi – sækið um stuðning!

SSVFréttir

Tónlistarmiðstöð í samstarfi við Íslandsstofu stendur að Hátíðapottinum. Sjóðurinn veitir íslenskum tónlistarhátíðum stuðning til að bjóða erlendum blaðamönnum og lykilaðilum til landsins. Markmiðið er að kynna íslenska tónlist á alþjóðavettvangi og efla tengsl við erlenda fjölmiðla og fagfólk.

Hátíðapotturinn styður við flug, gistingu og ferðir innanlands fyrir gesti. Einnig er boðið upp á stuðning við uppihald tónlistarfólks sem hátíðirnar sækja, og viðburði sem gestir taka þátt í. Að þessu sinni er sérstaklega horft til hátíða utan höfuðborgarsvæðisins.

Hátíðir sem hafa skýran fókus á íslenska tónlist og hafa sannað sig sem faglega reknar geta sótt um. Einnig er gerð krafa um að hátíðir hafi kynningarefni á ensku og fjölmiðlapakka sem hægt er að deila.

Umsóknarfrestur er 25. mars 2025!

Nánari upplýsingar hér.