Fulltrúar sveitarfélaganna á Vesturlandi ásamt formanni og framkvæmdastjóra SSV áttu fund með ríkisstjórninni í Stykkishólmi 14 ágúst sl.
Á fundinum var farið yfir sameiginlega kynningu SSV og sveitarfélaganna á helstu verkefnum sem brenna á sveitarfélögunum á Vesturlandi. Komið var inn á ýmis mál eins og; vegamál, fjarskipti, orkumál, heilbrigðismál, öldrunarþjónustu, velferðarmál, löggæslumál, menntamál, atvinnumál, nýsköpun og byggðamál. Ráðherrar brugðust við og urðu góðar umræður um þessi hugamunamál Vestlendinga. Síðar sama dag var móttaka í Vatnasafninu í boði ríkisstjórnarinnar.
Það var afar gott og gagnlegt að eiga fund sem þennan með ríkisstjórninni og koma á framfæri ýmsum hagsmunamálum sveitarfélaganna á Vesturland.
Hér fyrir neðan eru myndir sem eru teknar við þetta tækifæri og eru frá Sumarliða Ásgeirssonar.