Styrkir til hringrásarverkefna

SSVFréttir

Í vor auglýsti SSV eftir styrkumsóknum fyrir verkefni í anda hringrásarhagkerfis á Vesturlandi.  Verkefnið er hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands; Flokkun í anda hringrásarhagkerfis, sem hefur verið í gangi undanfarin misseri.

Horft var til grasrótarverkefna sem hafa það að markmiði að auka vitund um hringrásarhagkerfi og sporna við sóun. Sérstaklega var horft til verkefna er snúa að matarsóun, fatasóun og endurnotkun nytjahluta.

Nú hefur styrkjunum verið úthlutað, og eru 12 verkefni sem hljóta styrk úr þessum potti að þessu sinni. Sjá má upplýsingar um öll verkefnin hér:  Hringrásarhagkerfi_styrkþegar