Á fundi stjórnar SSV nýverið varð m.a. umræða um vegamál á Vesturlandi, en Pálmi Sævarsson svæðisstjóri Vegagerðarinnar var gestur fundarins. Í kjölfar um umræðu um viðhald á Snæfellsnesvegi (54) samþykkti stjórn eftirfarandi;
„Stjórn SSV skorar á yfirvöld samgöngumála að veita nú þegar fjármunum til þess að fara í viðhaldsverkefni við Snæfellsnesveg (54). Viðhald á veginum, sérstaklega á kaflanum á milli Brúarhrauns og Dalsmynnis, þolir enga bið. Stjórn SSV tekur því undir áhyggjur Vegagerðarinnar um að ef ekki verður farið í endurbætur fljótlega þurfi að ráðast í aðgerðir eins og að draga úr umferðarhraða til þess að tryggja umferðaröryggi á veginum“