Stjórn SSV ályktar um framkvæmd Sundabrautar

SSVFréttir

Stjórn SSV ræddi á síðasta fundi sínum nýja skýrslu um félagshagfræðilega greiningu á arðsemi Sundabrautar sem vinnuhópur um Sundabraut lét gera.  Í kjölfar umræðu bókaði stjórn:

„Starfshópur um Sundabraut hefur skilað innviðaráðherra og borgarstjóra félagshagfræðilegri greiningu á samfélagslegri arðsemi Sundabrautar.  Þar kemur skýrt fram að Sundabraut er samfélagslega mjög arðbær framkvæmd og er arðsemi áætluðu um 200 milljarða.  Mestur ábati felst í minni akstri, útblæstri og mengun sem og styttri ferðatíma vegfarenda vegna styttri leiða til og frá höfuðborgarsvæðinu. Heildarakstur á höfuðborgarsvæðinu gæti minnkað um 150 þúsund km á hverjum sólarhring við opnun Sundabrautar.
Stjórn SSV skorar því á ríkisstjórn og borgarstjórn Reykjavíkur að hefja nú þegar vinnu við gerð umhverfismats og nauðsynlegra breytinga á aðalskipulagi til að tryggja að Sundabraut verði tekin í notkun eigi síðar en árið 2030.  Jafnframt er mikilvægt að Sundabraut verði lögð alla leið á Kjalarnes í einni framkvæmd. „