Sterkari innviðir efla lífsgæði

VífillFréttir

Vífill Karlsson hélt erindi á Innviðaþingi þann 28. ágúst sl. Það bar titilinn: Sterkari innviðir og stærri sveitarfélög efla lífsgæði. Þar reifaði hann megin niðurstöður nokkurra rannsókna sinna yfir nokkuð langt tímabil. Þar færði Vífill rök fyrir því að innviðir væru íbúum mjög mikilvægir og styddu við búsetu um allt land. Að fjarskiptakerfið væri almennt gott á landinu en alls ekki samgöngukerfið. Þær samgöngubætur sem hafa verið framkvæmdar hafa lang flestar skilað íbúum miklum ábata. Sama gildir um framkvæmdir á fjarskiptakerfinu. Hvalfjarðargöng og Ísland ljóstengt voru tekin sem dæmi. Þá virtist ánægja íbúanna vera almennt meiri með flesta þætti samgangna og fjarskipta í fjölmennari sveitarfélögum en fámennum, sérstaklega meðal sveitarfélaga af stærðarbilinu 50-5.000 íbúa. Upptöku af erindinu ásamt glærum má finna á þessari slóð (Hlekkur í slóð).