Stendur þú að barnamenningarverkefni ?

SSVFréttir

Frá Plan-B Art Festival 2022 í Landnámssetrinu í Borgarnesi

List fyrir alla auglýsir nú eftir umsóknum um listviðburði eða verkefni á sviði barnamenningar barna á grunnskólaaldri. Markmiðið er að efla barnamenningu á öllu landinu, enda eru það meginmarkmið Listar fyrir alla að börn og unglingar hafi jafnt aðgengi að menningu og listum í hæsta gæðaflokki.

Umsóknarfrestur er til 14. mars 2022 ,   sótt er um á    https://listfyriralla.is/ 

og þar má jafnframt finna nánari upplýsingar.

List fyrir alla er verkefni sem var komið á laggirnar á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, og var skipaður starfshópur árið 2013.  Vakin er athygli á áðurnefndri heimasíðu verkefnisins, listfyriralla.is þar sem má finna upplýsingar um menningarstarf sérsniðið fyrir börn á öllu landinu.