Staða innflytjenda á vinnumarkaði á krepputímum eftir byggðamynstri og atvinnugreinum

VífillFréttir

Diversity hands with numeric sign

Rétt fyrir jól kom út greinin „Staða innflytjenda á vinnumarkaði á krepputímum eftir byggðamynstri og atvinnugreinum“ í sérhefti tímaritsins Íslenska þjóðfélagið. Í henni er fyrri greining á stöðu innflytjenda tekin lengra og bætt og þó sérstaklega m.t.t. byggðavinkilsins. Margt kemur þarna fram en hið áhugaverðasta er að innflytjendur njóta ekki svokallaðs borgarhagræðis á vinnumarkaði líkt og  Íslendingar njóta, t.d. í launum sínum en ekkert síður í atvinnumöguleikum, atvinnuöryggi og möguleikum til að stofna fyrirtæki. Samkvæmt kenningum um borgarhagræði þá er mjög hagfellt fyrir margar atvinnugreinar að starfa á fjölmennum þéttbýlisstöðum og borgum og það skilar sér í almennt hærri launum til starfsmanna. Rannsóknin sýnir að Íslendingar nutu þessa kreppuárið 2020 en ekki innflytjendur. Erlendar rannsóknir benda til að innflytjendur verði almennt verr úti en „heimamenn“ á krepputímum. Því verður áhugavert að skoða hvort innflytjendur njóti borgarhagræðis á hagvaxtarskeiðum. Greinina má nálgast hér í heild sinni (SMELLIÐ).

Greinin var skrifuð af þeim Bjarka Þór Grönfeldt og Vífli Karlssyni hjá Rannsóknasetri í byggða- og sveitarstjórnarmálum í Bifröst og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi eiga aðild að ásamt fleirum.