SSV hlýtur styrk til að kanna möguleika á samþættingu skóla- og tómstundaaksturs og almenningssamgangna

SSVFréttir

SSV hefur hlotið 2 milljónir króna í styrk til að skoða möguleika á því hvort hægt sé að samþætta skóla- og tómstundaakstur og almenningssamgöngur á Vesturlandi.

Að þessu sinni var 32,5 milljónum króna úthlutað til 11 verkefna á sviði almenningssamgangna fyrir árin 2020 og 2021 en fyrirheit hafa verið gefin um styrki að heildarupphæð 47,3 milljónum króna á árunum 2020-2023. Markmið með framlögunum er að styðja við áframhaldandi þróun almenningssamgangna um land allt. Alls bárust 22 umsóknir og var sótt um samtals kr. 124.568.859 fyrir árin 2020-2021.