Slökkvilið á Vesturlandi – stöðugreining

SSVFréttir

Undanfarið hefur verið unnið að stöðugreiningu  og samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi.

Stjórn SSV skipaði  starfshóp sem í sátu fulltrúar fimm sveitarfélaga á Vesturlandi undir formennsku Ragnars B. Sæmundssonar. Starfshópurinn hafði  það hlutverk að vinna stöðugreiningu og úttekt á samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi og skilar nú af sér vinnu í meðfylgjandi skýrslu. Stöðugreiningin byggir m.a. á skýrslu HMS um stöðu slökkviliða á Íslandsi sem út kom árið 2022 og á upplýsingum og viðhorfi slökkviliðsstjóra allra slökkviliða á Vesturlandi til ýmissa þátta í rekstrinum. Þá eru teknar saman upplýsingar um rekstur málaflokkksins úr ársreikningum sveitarfélaganna, og settar fram mögulegar sviðsmyndir breytinga á rekstri slökkviliða á Vesturlandi. Sviðsmyndir sem settar eru fram byggja á áðurnefndum gögnum, auk þess sem starfshópurinn heimsótti  Brunavarnir Árnessýslu og kynnti sér starfsemina þar.

Skýrslan er aðgengileg hér:  Slökkvilið á Vesturlandi – stöðugreining