Síðustu námskeiðin í „Leiðir til byggðafestu“

SSVFréttir

Bendum á að síðustu námskeiðin „Leiðir til byggðafestu“ eru sem hér segir, skráningar í hlekk við hvert námskeið hér að neðan.

Íbúum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra býðst að sækja námskeiðin á vegum Leiða til byggðafestu.

– 31. mars, 1. og 3. apríl á netinu: Rekstur lítilla fyrirtækja með Jóni Snorra Snorrasyni prófessor við Háskólann á Bifröst. Á þessu námskeiði er farið yfir grundvallaratriði og hugtök í tengslum við að þróa viðskiptahugmyndir. Farið verður yfir markaðsgreiningu tækifæra og hvernig viðskipta- og markaðsáætlanir eru byggðar upp. Lögð er áhersla á að þátttakendur geri sér grein fyrir mikilvægi þessara þátta í stofnun og rekstri fyrirtækis. Eftir námskeiðið eiga nemendur að: Þekkja að greina tækifæri á markaði og geta sett fram einfalda rekstraráætlun.
Skráning á endurmenntun@bifrost.is

– 10. apríl: Þróun í landbúnaði – áskoranir og tækifæri með Helga Eyleif lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hugvekja og umræður um framtíðina.
Skráning hér

– 11., 14. og 15. apríl á netinu: Markaðsetning á netinu með Ragnari Má Vilhjálmssyni lektor við Háskólann á Birfröst. Á þessu námskeiði verður áhersla á markaðssetningu vöru og þjónustu með sérstöku tilliti til markaðssetningu á stafrænum miðlum. Farið verður yfir grunnþætti markaðsfærslu, markhópanálgun, markaðssamskipti og framkvæmd auglýsingaherferða á samélagsmiðlum. Eftir námskeiðið eiga nemendur að: Þekkja mikilvægi faglegrar markaðsstjórnunar, geta undirbúið markaðssókn gagnvart markhópum, gera sér grein fyrir kostum mismunandi boðleiða, geta birt auglýsingar á samfélagsmiðlum.
Skráning á endurmenntun@bifrost.is

– 24. apríl í Grunnskólanum Reykhólum: Grafið kjöt með Þórhildi Jóns frá Farskólanum. Grafið kjöt verkun og þurrkun. Farið verður í gegnum ferlið við það að þurrka og grafa kjöt. Hvað ber að varast við umgengni á hráverkuðu kjöti. Farið yfir söltun, val á kryddum, verkunartíma og geymsluþol.
Skráning hér

– 24. apríl í Grunnskólanum Reykhólum: Ostagerð með Þórhildi Jóns frá Farskólanum. Ferskostagerð/ Ricotta og salatostur. Ferskostar eru eitthvað sem auðvelt er að gera í eldhúsinu heima hjá sér. Ferskostar er tegund af ostum sem þurfa ekki langan tíma til að verkast. Á námskeiðinu munu þátttakendur gera sína eigin útfærslu á þekktum ferskostum, Ricotta og salatosti sem eru með ólíka áferð.
Skráning hér