SAMVINNA – Pallborðsumræður í beinu streymi í kvöld

SSVFréttir

Nú er komið að lokum í fundaröðinni um endurskoðun Menningarstefnu Vesturlands.

Umræðuefni kvöldsins er fimmti og síðasti hlutinn, samvinna. Pallborðið verður í beinu streymi í kvöld á milli 20:00 og 21:00.

Fjórir öflugir einstaklingar sem starfa að menningarmálum á Vesturlandi ræða um samvinnu.  

  • Margrét Björk Björnsdóttir (Forstöðumaður Áfangastaðastofu Vesturlands)
  • Rögnvaldur Guðmundsson (Formaður Ólafsdalsfélagsins og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar )
  • Ella María Gunnarsdóttir (verkefnastjóri hjá Akraneskaupstað)
  • Jónína Erna Arnardóttir (skólastjóri Tónlistarskóla Akraness) 

Allir þátttakendur geta tekið þátt í umræðunum með því að senda inn fyrirspurnir eða ábendingar í gegnum athugasemdakerfi Facebook og Mentimeter.
(Menti-kóði verður gefinn upp á fundinum).

Sigursteinn Sigurðsson stýrir umræðum. Starfsmaður menningarstefnunnar er Sólveig Ólafsdóttir.

Viðburðurinn á FB

Jafnframt er bent á umfjöllun menningarfulltrúa hjá SSV um stefnur og stöðu menningarmála á Vesturlandi á YouTube-rás SSV

Fyrir áhugasama má nálgast allar upptökur af fyrri pallborðsumræðum á Facebook-síðu SSV