Í tengslum við fund sveitarstjórnarfólks með ríkisstjórninn þann 14 ágúst sl. undirrituðu fulltrúar SSV og HVE samstarfsyfirlýsingu um átak til þess að laða heilbrigðisstarfsfólk að Vesturlandi. Alma Möller heilbrigðisráðherra tók þátt í undirrituninni og lýsti yfir mikill ánægju með verkefnið.
Í samningnum kemur fram að á Vesturlandi eru svæði þar sem erfiðlega hefur gengið að manna ýmsar stöður heilbrigðisstarfsfólks innan HVE.
„Stofnunin hefur farið ýmsir leiðir til þess að bregðast við vandanum og sumar skilað árangri. Í nútíma samfélögum þá er ekki nóg að geta boðið starfsfólki áhugaverð störf með ásættanlegum launum. Það þarf oft meira til. Það eru ýmsir búsetukostir og þjónusta sem þarf að vera til staðar þegar fólk velur sér búsetu, þættir sem viðkomandi stofnun stýrir ekki en eru í höndum sveitarfélaga eða ríkisins. Vegna þessa hafa HVE og SSV ákveðið að taka höndum um saman og vinna í sameiningu að því að laða að aukinn mannauð og gera starfsstöðvar HVE og búsetu á Vesturlandi að eftirsóknarverðum valkosti. Þannig verði stuðlað að því að auðveldara verði að ráða heilbrigðisstarfsfólk til starfa á Vesturlandi.“
Þá kemur fram í yfirlýsingunni að aðilar hyggist eiga með sér aukið samráð almennt varðandi heilbrigðismál og í hagsmunagæslu fyrir heilbrigðisþjónustu á Vesturlandi.
Að undanförnu hefur verið gott samtal á milli HVE og SSV um þessi verkefni, en þriggja manna vinnuhópur sem skipaður var þeim Kristni Jónassyni bæjarstjóra í Snæfellsbæ, Sigrún Ólafsdóttur sveitarstjórnarfulltrúa í Borgarbyggð og Haraldi Benediktssyni bæjarstjóra á Akranesi leiddi vinnuna fyrir hönd SSV.
Myndir teknar í Vatnasafninu í Stykkishólmi þar sem viljayfirlýsingin var undirrituð. Myndir Sumarliði Ásgeirsson.