Nýverið var skrifað undir samning á milli SSV og Svæðisgarðsins á Snæfellsnesi um að svæðisgarðurinn taki að sér umsjón með verkefninu um íbúa- og gestastofu á Breiðabliki.
SSV fékk styrk úr Byggðaáætlun að upphæð 10 m.kr. til verkefnisins, en umsóknin var samstarfsverkefni Eyja- og Miklaholtshrepps, Svæðisgarðsins og SSV.
Í verkefninu felst uppbygging á starfsemi íbúa- og gestastofu og efling á hlutverki félagsheimilisins Breiðabliks sem samfélags- og nýsköpunarmiðstöðvar á sunnanverðu Snæfellsnesi.
