Í dag kom út nýr Hagvísir Vesturlands og ber hann titilinn ríkisstörf á Vesturlandi. Aðal viðfangsefni þessa Hagvísis var að skoða ríkisstörf og staðsetningu þeirra, þróun til sex ára og hversu mörg þau voru sem hlutfall af íbúatölu hvers þeirra. Þegar horft var til landshluta kom Vesturland verst út þegar horft var til fjölda ríkisstarfa á íbúa. Innan Vesturlands voru þau fæst í Helgafellssveit, Eyja- og Miklaholtshreppi, Hvalfjarðarsveit, Snæfellsbæ og svo á Akranesi. Einnig var skoðuð þróun fjölda ríkisstarfa á íbúa og hvergi var hún óhagfelldari en á Vesturlandi. Innan Vesturlands fækkaði mest í Stykkishólmi og Borgarbyggð. Hagvísinn má finna á heimasíðu SSV (Smellið hér).