Opnað fyrir umsóknir um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni

SSVFréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni. Ríkisstofnanir geta sótt um styrki til að ráða í óstaðbundin störf á þeirra vegum utan höfuðborgarsvæðisins. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra kynnti áform um úthlutunina fyrr í haust en veittar verða allt að 150 milljónir kr. í þessum tilgangi af byggðaáætlun.

Nánar má lesa um þetta og sjá umsóknargátt inná :

Opnað fyrir umsóknir um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni | Byggðastofnun

Byggðastofnun