Opið kall: Styrkir til verkefna í anda hringrásarhagkerfisins

SSVFréttir

Áhersluverkefni sóknaráætlunar; Flokkun í anda hringrásarhagkerfisins hefur verið í gangi  undanfarin ár. Meðal þess sem unnið hefur verið að í þessu verkefni er ráðgjöf til sveitarfélaga á Vesturlandi vegna breytinga á úrgangslöggjöf og  ráðgjöf til rekstraraðila um flokkun og úrgangsstjórnun með sérstaka áherslu á lífrænan úrgang.

Ákveðið hefur verið að á árinu 2025 verði annars vegar ráðist í gerð nýrrar skýrslu um kolefnisspor Vesturlands og hins vegar að styðja við grasrótarverkefni á Vesturlandi sem hafa það að markmiði að draga úr sóun og styðja við hugmyndafræði um hringrásarhagkerfi.

Styrkir 

Veittir verða styrkir til grasrótarverkefna sem hafa það að markmiði að auka vitund um hringrásarhagkerfi og sporna við sóun. Einkum er horft til verkefna er snúa að matarsóun, fatasóun og endurnotkun nytjahluta.

Styrkirnir geta að hámarki verið 300.000 krónur og gert er ráð fyrir að afgreiðslutími verði stuttur og að vinna við uppgjör og skýrslugerð verði ekki tímafrek fyrir styrkþega.

Úthlutunarreglur eru byggðar á úthlutunar- og verklagsreglum Uppbyggingarsjóðs og aðlagaðar að þeim verkefnum sem um ræðir. Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Tryggvadóttir atvinnuráðgjafi með tölvupósti, en netfangið er hrafnhildur@ssv.is.

Sjá reglur hér: uthlutunarreglur_hringrasarverkefni

Sækja má um á hér.