Nýtt merki Hinsegin Vesturlands tilkynnt

SSVFréttir

Hagsmunasamtökin Hinsegin Vesturlands voru stofnuð formlega í febrúar 2021 og hefur nú lokið fyrsta starfsári sínu með aðalfundi sem var haldinn síðasta vetrardag síðastliðinn. Eitt af verkefnum ársins var að efna til hönnunarsamkeppni um merki Hinsegin Vesturlands.

Keppninni bárust 103 tillögur allsstaðar af af landinu. Dómnefnd, skipuð m.a. Sigursteini Sigurðssyni menningar- og velferðarfulltrúa SSV valdi merki Sævars Steins Guðmundssonar grafísks hönnðar. Reyndar voru tvær tillögur Sævars valdar til notkunar fyrir samtökin, en þær þóttu tákna fjölbreytileika hinsegin samfélagsins á Vesturlandi og víðar.

Gleðiganga og hinseginhátíð Vesturlands fer svo fram í Ólafsvík í ár og er undirbúningur og skipulag í fullum gangi.

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska Hinsegin Vesturlandi og sigurvegaranum til hamingju með nýja merkið.