Í síðustu viku kom út Hagvísir Vesturlands sem tekur nú fyrir stöðuna á fasteignamarkað Vesturlands. Meðal niðurstaðna er:
- Íbúðaverð hefur hækkað mikið á Íslandi sl. þrjú til fimm ár, einkum á höfuðborgarsvæðinu, en það hafa tekjur heimilanna líka gert.
- Þegar fjöldi íbúða er bara borinn saman við íbúa á aldrinum 18-75 ára var rýmra um fólk árið 2016 en 1994 á Vesturlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum.
- Það á líka við um landshluta á norðausturhorni landsins.
- Innan Vesturlands má segja að það þrengi að fólki í sveitarfélögum á sunnanverðu Vesturlandi þegar fjöldi íbúða á íbúa voru skoðuð eins og fyrir landshluta.
- Þar er íbúðaskorturinn mestur á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit.
- Heilt yfir standa sveitarfélög á Vesturlandi sig nokkuð vel í að bjóða lóðir til íbúðabygginga þar sem tilbúnar lóðir eru á bilinu 2-39% af fjölda íbúða í viðkomandi sveitarfélögum og er það í flestum tilvikum rúmlega hrein fjölgun íbúa á íbúðamarkaði viðkomandi sveitarfélaga.
- Íbúðir eru í byggingu í flestöllum sveitarfélögum á Vesturlandi.
Þetta er fyrsti hluti Hagvísisins af tveimur eða fleirum þar sem fasteignamarkaðurinn er í brennidepli. Hagvísinn í heild má nálgast hér (smellið hér).