Nú hefur Sóknaráætlun Vesturlands verið undirrituð og í henni birtast meginmarkmið og áherslur sem unnið verður að á Vesturlandi til ársins 2029. Við endurskoðun sóknaráætlunar fór fram víðtækt samráð við íbúa í ýmsum hópum og hafa framtíðarsýn, meginmarkmið og áherslur verið skerpt og endurbætt frá fyrri áætlun.
Í nýrri Sóknaráætlun er sett fram framtíðarsýn og fjögur meginmarkmið ásamt fimm áherslum undir hverju markmiði. Áætlunin markar stefnu fyrir Vesturland og ræður miklu um hvaða áhersluverkefni munu koma til framkvæmda og hvers konar verkefni fái framgang úr Uppbyggingarsjóði.