Þann 11. mars næstkomandi verður blásið til mannamóts aðila sem sinna menningarstarfi á Vesturlandi með einum eða öðrum hætti. Þar skapast gullið tækifæri til að skapa öflugt tengslanet fólks í listum, skapandi greinum og þeim fjölmörgu öngum menningarstarfs í landshlutanum. Hittingurinn er hluti af In Situ verkefninu sem er evrópskt rannsóknarverkefni þar sem Háskólinn á Bifröst er þátttakandi að, og eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi samstarfsaðili háskólans í verkefninu og tengiliður svæðisins við rannsóknina. Verkefnið er styrkt af Horizon, framkvæmdasjóði Evrópusambandsins og eru markmið rannsóknarinnar að kanna áhrif menningar á samfélög í dreifðari byggðum með t.d. kortlagningu. Með rannsókninni er vonast til að varpað verði ljósi á mikilvægi menningarlegra tengsla við uppbyggingu samfélagsins í hinum dreifðari byggðum.
Sem fyrr segir fer fram mannamót fólks í menningartengdum greinum að Bifröst 11. mars og má gera ráð fyrir uppbyggjandi og góðu samtali þar í milli. Er listafólk og aðrir í skapandi greinum hvattir til að skrá sig til þátttöku á skráningarsíðu viðburðarins hér.
Einnig eru allir hvattir til að fylgjast með In Situ rannsókninni á Facebook.
Nánar um In Situ Vesturland LAB.