Málæði

SSVFréttir

 

List fyrir alla stendur nú fyrir sérstöku verkefni til eflingar íslenskunnar. Verkefnið ber nafnið „Málæði“ og er unnið í samstarfi við engan annan en Bubba Morthens. Málæði er ætlað fyrir unglinga í grunnskólum landsins og er markmiðið að hvetja ungt fólk til að tjá sig í tali og tónum á íslensku.

Bubbi hefur samið lag sem er innblásið af slagaranum „Sumarið 68“ og mun þá heita „Sumarið 24“. Þátttakendur alls staðar af landinu er boðið að semja texta við nýja lagið á íslensku og vinna með okkar fremsta tónlistarfólki og tónlistarframleiðendum að láta sitt lag verða að veruleika. Afraksturinn verður svo kynntur á RÚV í viku íslenskunnar 11.-16. nóvember næstkomandi.

SSV hvetur tónelska unglinga á Vesturlandi að taka þátt og biðjum alla sem þessa tilkynningu sjá að koma Málæði á framfæri við okkar unga og hæfileikaríka tónlistarfólk!  Við vekjum jafnframt athygli á að unglingar sem eru með íslensku sem annað tungumál eru að sjálfsögðu velkomin að taka þátt.

 

Nánari upplýsingar um Málæði Listar fyrir alla og Bubba Morthens

List fyrir alla er áhersluverkefni menningar- og viðskiptaráðuneytisins sem miðast við að bjóða börnum á grunnskólaaldri faglega og fjölbreytta menningarstarfsemi óháð búsetu, efnahag og þjóðerni.